Hafa þeir ekkert betra við tímann að gera?

Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna íslendingar þurfa að borga 63 þingmönnum laun og síðar eftirlaun. Nú er svarið komið. Þeir eru svona margir til að þeir geti framleitt meira bull.

Að hafa meira ljós á morgnana er hið besta mál. Þeir virðast samt hafa gleymt að þessu fylgir minna ljós síðdegis og á kvöldin, þegar fólk er búið í vinnu og getur farið út að dunda sér við eitthvað. Er ekki dýrmætara að hafa ljós og hita þegar við erum úti að spila golf, í göngutúr, að grilla... heldur en þegar við erum í vinnunni?

Af fréttinni að dæma er eins og teygist á dagsljósi við það að seinka klukkunni um eina klukkustund. (Talað er um meira ljós á morgnana en ekkert er minnst á seinni part dagsins og kvöldið...)  

Ég vil bend á mjög gott blogg Ómars Ragnarssonar um þetta efni.


mbl.is Vilja seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geta þeir ekki lagt fram þingsályktunartillögu um að spóla klukkunni til baka um 5 ár og tekið aðeins til í bankakerfinu áður en allt fer til fjandans?

Njáll (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 14:14

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Góð hugmynd.

Hörður Þórðarson, 14.12.2010 kl. 14:36

3 identicon

Mikilvægast er, finnst mér, að stór hluti barna og unglinga eru frá náttúrunar hendi með líkamsklukkuna stillta mun fastar við sólarganginn, og þurfa þar að auki að sofa 2 klst. lengur að meðaltali, en við fullorðna fólkið. Það er því afar mikilvægt að koma til móts við þennan stóra hóp sem er að mæta í skólann 2 klst. fyrr en líkamsklukka þeirra segir til um. Seinkum klukkunni og látum skólana byrja kl. 9 á morgnanna og blessaður ungdómurinn verður jákvæðari og hamingjusamari en nokkru sinni fyrr með að mæta í skólann.

Óli Jó (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 17:34

4 identicon

Tökum upp réttan tíma samkvæmt stöðu sólarinnar, að hádegi (kl 12) sé þegar sólin er hæðst á lofti. Í dag er klukkan okkar um hálf tvö þegar sólin er í hádegisstað.

Hafi menn svo áhuga á vetrar og sumartíma þá er nóg að færa til mætingar og opnunartíma vinnustaða í stað þess að rugla með klukkuna. Þetta hringl erlendis með klukkuna er líkt og að nota sentimetra á sumrin en tommur á veturnar. Svo þarf alltaf að muna eftir að breyta tvisvar á ári öllum klukkum, sem eru út um allt og í allskonar tækjum.

Skrifstofa Alþingis hefur t.d. haft um nokkurn tíma opnunartíman 9-17 á veturnar en 8-16 á sumrin. Einfalt og þarf ekki að færa alltaf til klukkuna.

Jóhannes (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 20:19

5 identicon

Þetta kemur til með að klípa af þeim tíma, sem við ,sem búum í þröngum fjörðum, höfum í sólinni. Frekar ætti að flýta um 2 tíma. Þá höfum við lengri tíma í frítímanum í björtu og sól t.d. yfir sumarið. Svo held ég nú að þetta með blessuð börnin að vakana í myrkri sé nú bara þvæla. Þau ættu þá ekkert að sofa í byrtunni á sumrin. Við erum fædd inn í þessar aðstæður og lífsklukka okkar er stilt með þetta í huga. Ég tel nú frekar að börn fari bara allt of seint að sofa nú til dags, og nái því ekki þeim svefni sem þau þurfa, heldur en að morgunmyrkrið sé að plaga þau.

Hilmar Pálsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband