Undarleg umræða. Eru kínverjar herraþjóð?

Ég lít svo á að rétt sé að krefjast sanngirni og jafnræðis í samskiptum fólks og svokallaðra þjóða. Ef íslendingur má kaupa jörð í kína, þá ætti kínverji að mega kaupa jörð á Íslandi. Mér hefur verið sagt að kínverjar hafi strangar reglur sem banna "útlendingum" að kaupa land á því svæði sem kallast Kína. Meðan svo er tel ég ófært að íslendingar geti heimilað kínverjum að kaupa land á Íslandi. Rétt skal vera rétt og sanngjarnt sanngjarnt. Jafnræðis skal gætt.

Einu rökin sem ég get séð fyrir því að gæta ekki jafnræðis meðal þjóða eru þau að önnur þjóðin sé einhvers konar "herraþjóð" en hin þjóðin undir hana sett. Svo virðist að Ólafur líti á kínverja sem "herraþjóð" yfir íslendingum. Annars myndi hann ekki fagna þessum kaupum...

Ef þú horfir á mynd af jörðinni úr geimnum, hvar eru þá landamærin? Hvergi, þessi landamæri eru eingöngu til í huga fólks. Fjarlægðu þau úr huga þínum og þau hætta að vera til. Á sama hátt eru þessar svokölluðu þjóðir hugarburður. Við eigum öll sameiginlega forfeður sem voru uppi mjög nýlega í jarðsögunni.


mbl.is Ólafur Ragnar skipti um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingur mætti reyndar ekki kaupa land í Kína, eftir því sem ég kemst næst. Þar mega útlendingar bara leigja land, skv. fréttum sem ég hef lesið. En það breytir því ekki að þetta tal um heimsyfirráðastefnu Kínverja og herraþjóð er kjánalegt.

Maðurinn hefur sagt að hann hafi ekki áhuga á vatnsréttindum og er tilbúinn að afsala sér þeim. Hann er heldur ekki að sækjast eftir að kaupa hlut ríkisins í jörðinni. Hann hefur eingöngu áhuga á að kaupa jörð, sem er nú þegar í einkaeigu. Jörð sem skipti flesta Íslendinga afar litlu máli fyrir um mánuði eða svo. Það breytir engu hvort að íslenskur, evrópskur eða kínverskur bissnessmaður kaupir jörðina. Hann þarf samt að fara að íslenskum lögum varðandi byggingamagn og umgengni við náttúruna.

Það á hvorki að setja það fyrir sig að maðurinn sé kínverskur, eins og þjóðernissinnaðir öfgasinnar gera, né að telja það sérstakan kost, eins og forsetinn gerir. Þjóðernið skiptir ekki máli, þar sem jörðin er hvort sem er í einkaeigu og því ekki verið að selja hana frá "þjóðinni". Við eigum ekkert í henni nema þann litla hlut sem ríkið á og sú skipting verður óbreytt.

Anna (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 16:53

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hver var að tala um heimsyfirráðastefnu? Ef ein þjóð telur sig hafa rétt umfram aðra og telur ekki að gæta þurfi jafnræðis, hvað segir það þér um þá þjóð? Ef þú vilt vera undirtylla,  "Anna (IP-tala skráð)", þá mátt þú vera það. Láttu hins vegar vera að kalla þá sem ekki deila með þér hundseðlinu kjána.

Hörður Þórðarson, 5.9.2011 kl. 01:06

3 Smámynd: Snorri Hansson

Þú hreytir ónotum í þá sem gera væga athugasemd við léleg skrif þín. Finnst þér þú vaxa við það? Ég styð forsetann þegar hann talar máli Íslendinga. Ekki gerir stjórnarómyndin það.

Snorri Hansson, 5.9.2011 kl. 01:48

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þakka þér fyrir athugasemdina, Snorri. Hugsaðu aðeins um það sem þú skrifaðir. Þú ert í mótsögn við sjálfan þig á broslegan hátt.

Ég nefni hlutina einfaldlega réttum nöfnum. Ef það eru ónot, þá er ábyrgðin þeirra sem haga sér eins og hundar. Ekki þeirra sem kalla þá það.

Og að lokum, hvernig dirfist þú að halda því fram að hann tali máli "íslendinga"? Hefur þú eitthvað í höndunum sem sýnir að "íslendingar vilji almennt selja jarðir til útlendinga sem búa í löndum sem veita íslendingum ekki sama rétt? Mér fyndist þú vaxa ef þú sýndir fram á slíkt. Ef ekki, þá leyfi ég mér að kalla þig froðusnakk.

Hörður Þórðarson, 5.9.2011 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband