Gott að koma böndum á þá...

Gott og vel, þó svo að þessar afhausanir séu að öllum líkindum illa sviðsett áróðurstrick, þá er skiljanlegt að fólk vilji "koma böndum yfir ódæðismenn". David gæti byrjað á þeim sem nýlega myrtu rúmlega 2000 manns í Gaza. 

Verkin sýna að þessir kallar gefa skít í allt sem heitir réttlæti og mannréttindi. Ef þá langar til að fara í stríð, þá fara þeir í stríð og sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið. Írak stríðið sannar það. Stríð sem varð til þess að stuðla að uppgangi ISIS.

Ekkert nýtt á ferð hér.

http://www.paulcraigroberts.org/2014/09/10/911-13-years-paul-craig-roberts/

http://www.corbettreport.com/911-a-conspiracy-theory/

Væri kannski ráð að koma fyrst böndum á þá sem myrtu 3000 mans á 911?


mbl.is Morðið „einskær illska“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Er það þín skoðun að það sem þú kallar tvöþúsund manna morð, réttlæti raunveruleika sjónvarpsþætti um afhausanir?

Mögulega veist þú til hvers hinir svokölluðu Palestínumenn voru að skjóta sprengjum á Ísraelsmenn? 

Veist þú hvað ein varnarflaug kostar? Veist þú hvað flaugar hinna svo kölluðu Palestínumanna kostuðu fátæka araba?

Hrólfur Þ Hraundal, 14.9.2014 kl. 10:38

2 identicon

Þessar flaugar svokölluðu palestínumanna eru borgaðar með gjafafé frá heimskingjum á vesturlöndum.

M.a. sendi Össur Skarphéðinsson Hamas hryðjuverkasamtökunum 20.000.000 ískr. af skattafé íslendinga, eftir sína skammarlegu heimsókn þangað á sínum tíma.

Síðast fávitinn er ekki fæddur ennþá.

Það er haft eftir Palestínumönnum sjálfum, að Hamas stillir upp konum og börnum þar sem þeir reikna með loftárás. Semsagt, einskær illska. Meiri meðaumkun og meiri styrki frá heimskingjunum.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 14:39

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir innlitið. Auðvitað réttlætir ekkert morð. Ég leyfi mér hins vegar að draga þessar afhausanir í efa. Finnst engum það skrítið að öskra og arga þegar einn er myrtur en þegja þunnu hljóði þegar þúsundir falla í valinn? Þetta snýst augljóslega um að nýta sér aðstæður til að ná markmiðum sínum, í þessu tilfelli er markmiðið augljóslega stríð.

Kjarni málsins er sú að vesturlönd hafa rutt öfgamönnum braut með framferði sínu. Til dæmis hefur ólöglegt stríð gegn Írak undirbúið jarveginn fyrir ISIS. Vesturlönd hafa einnig stutt ISIS beint og óbeint í Sýrlandi. Vesturlönd ruddu Gaddafi úr vegi. Hann barðist gegn öfgamönnum.

Augljóslega hafa vesturlönd leynt og ljóst aðstoðað þessa öfgamenn. Nú vilja vesturlönd far í stríð við þá. 

Spurningin sem eðlilega vaknar er, úr því vesturlönd haga sér svona, hvað vilja þau eiginlega? Hvert er markmiðið

"War is Peace
One of the Party pillars in 1984 is endless war on a global scale. The war, however, is a fabrication accepted and treated as fact. For, unreal as it is, it is not meaningless. World powers become enemies and allies interchangeably simply to keep the masses in perpetual fear, perpetual industry, and perpetual order. War provides outlet for unwanted emotions such as hate, patriotism, and discontent, keeping the structure of society intact and productive without raising the standard of living.

Where is the enemy—or the end—in our “war on terror?” The faceless foe and limitless objectives are productive of a widespread atmosphere of paranoia and restricted civilian liberties. In the wake of the sequestration military-spending cuts, it is also manifest that, to many, war means little more than a job."

http://www.crisismagazine.com/2013/orwells-1984-are-we-there-yet

Hverjir græða á þessu? Góð spurning. Tony Blair og hans líkir kannski. Hvernig varð Tony Blair ríkur? Þeir sem finna svarið við þessari spurningu verða margs vísari um það hvernig heimurinn virkar.

Hörður Þórðarson, 14.9.2014 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband