Trúi þessu varla

Getur verið að bændur viti ekki hvað búpeningur þeirra þarf mikla næringu?

Þetta er furðulegt og vonandi komast menn að því hverjar orsakirnar eru.

 


mbl.is Ær drepast í stórum stíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bílakandi, barnfæddir og uppaldir borgarbúar

þurftu oft hér áður fyrr

að fara út og ýta saltsleikjandi rollum af malarveginum

þá var það greinilega vegagerðin sem bjargaði þessum rollum

ótrúlegt að treysta algjörlega á ókomin fjallagrös og BHM

Grímur (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 21:03

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Málið er ekki svona einfalt Hörður og gæti allt eins komið upp á Nýja Sjálindi sem hvar sem er í heiminum.

Orsökin er ekki kunn, en allt bendir til einhver efni vanti í heyjin frá því í fyrra. Þetta er þó einungis ágiskun ennþá, jafnvel dýralæknar eru ekki vissir, því síður hvaða efni.

Enginn ætlar að svelta fé sitt, enda var fé vel haldið á flestum bæjum langt fram eftir vetri. Það var ekki fyrr en nálgaðist sauðburð sem fé fór að láta á sjá, eins og það setti meira í lömbin en það réð við. Bændur juku þá við fóðrun en allt kom fyrir ekki. Það merkilega var að flestar þessara áa báru stórum lömbum og frískum. Það var einna líkast því að aukafóðrið færi einnig allt í lömbin fyrir burð.

Hvað þarna nákvæmlega er á ferð er útilokað að segja til um, en vonandi mun skýring finnast. Hitt liggur á tæru að ekki var um vanfóðrun að ræða, ekki í þeirri merkingu sem þú setur fram. Fjöldi bænda sendir sýni úr heyjinu til rannsóknar á hverjum vetri. Ekkert óeðlilegt kom fram í þeim, þó sumir þeirra bænda hafi lennt í þessum sama vanda.

Við skulum því fara varlega í sleggjudóma.

Gunnar Heiðarsson, 9.6.2015 kl. 21:57

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Kærar þakkir fyrir þessa góðu færslu, Gunnar. Vonandi komast menn til botns í því sem þarna gerðist svo að það endurtaki sig ekki.

Hörður Þórðarson, 9.6.2015 kl. 23:33

4 identicon

Gunnar fer vel yfir vandamálið sem búfjáreigendur hafa verið að glíma við. Vil þó benda á að mögulegur örsakavaldur sé eiturefni frá eldgosinu í Holuhrauni. Gosmóðu varð vart mjög víða um land, spurning hvort einhver eiturefni hafi áhrif á snefilefnaupptöku sauðkinda. Í Móðuharðindunum féll búfé í stórum stíl.Tel farsælast að dæma engan, en rannsaka frekar vel hvað er að gerast, svo að bændur framtíðarinnar geti varist tjóni af þessu tagi.

Aðalsteinn Jónsson. (IP-tala skráð) 10.6.2015 kl. 00:15

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í Danmörku gerðist svipað þessu á sjúkrahúsum. Matur sá sem eldaður var ofan í sjúklingana var svo næringarsnauður að sjúklingarnir drápust. Talið er að allt að 500 manns falli þannig á hverju ári. Þetta er svo endurtekið hvert ár undir nýjum næringarsérfræðingum.

Um daginn, eða í nóvember í fyrra, kom það einnig í ljós í sama landi að matur sem borinn var út til eldra fólks og fólks á elliheimilum hafði um árabil af undirverktaka heilbrigðisyfirvalda (Nordic Ingrediens = Norræn innihaldsefni) verðrið framleiddur í skítugri steypuhrærivél í úthverfi í Randers. Ekki er enn vitað um dánartíðni.

Virksomhed lukket: Brugte betonblander til ældremad

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2015 kl. 00:57

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já og þess ber víst einnig að geta að þetta fyrirtæki "Norræn innihaldsefni" afhenti líka þennan mat sinn til sjúkrahúsa í Danmörku.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2015 kl. 01:10

7 identicon

það kæmi mer ekki a óvart ef þetta væri út af eldgosinu

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.6.2015 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband