MH370 er ekki á hafsbotni

Þetta er það langsóttasta sem ég hef séð. Flugvélin getur ekki hafa lent í hafinu. Það hefði fundist brak úr henni ef svo hefði verið. Hún lenti einhvers staðar.

Hvar lenti hún? Hvert gat hún farið án þess að vart verði við hana? Diego Garcia.

Hvers vegna? Skoðaðu það sjálf(ur). Leit að MH370, Diego Garcia, Freescale og Carlyle Group kemur þér á sporið.


mbl.is Stærðfræðingar með kenningu um dularfulla flugvélahvarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góð samsæriskenning, þú gætir skrifað bók um þetta sem mundi seljast í miklu magni eins og hassmolar á útsölu í Kolaportinu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.6.2015 kl. 17:58

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

, ... leitið í fjöllum og eyðimörkum Mongólíu, ... !innocent

Tryggvi Helgason, 16.6.2015 kl. 18:47

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hefur þú einhverja betri kenningu, Jóhann? Gufaði vélin kannski upp?

Hörður Þórðarson, 17.6.2015 kl. 08:19

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Jamm, Tryggvi. Eins og allir vita eru kínverjar frumstæðir, hafa hvorki flugher né ratsjá, svo vélin getur hæglega hafa flogið yfir Kína án þess að neinn hafi orðið hennar var...

Hörður Þórðarson, 17.6.2015 kl. 08:24

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er ekki eins vel menntaður og inni í þessu flugi eins og þú Hörður, enda var ég ekki nema rúm 40 ár í flugbransanum. Var ekki nema 8 ár hjá Malaysian Airlines í leiguflugi. Þannig að ég veit nú lítið um svona.

Þess vegna er ég ekkert að reyna að giska á hvað gerðist um borð MH 370 og þaðan af siður hvar flugvélin eða brakið er.

Til hamingju með daginn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.6.2015 kl. 18:09

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir innlitið, Jóhann. Þú getur þá kannski hjálpað mér. Ég hef verið að leita að dæmi um vél af þessari stærð sem hefur hrapað í sjó án þess að nokkuð brak fyndist. Ég hef fundið dæmi um svona slys þar sem mikið brak hefur fundist, til dæmis: Air France 447

"By early afternoon on 1 June, officials with Air France and the French government had already presumed that the aircraft had been lost with no survivors. An Air France spokesperson told L'Express that there was "no hope for survivors",[59][60][61] and French President Nicolas Sarkozy announced that there was almost no chance anyone survived.[62] On 2 June at 15:20 (UTC), a Brazilian Air Force Embraer R-99A spotted wreckage and signs of oil, possibly jet fuel, strewn along a 5 km (3 mi) band 650 km (400 mi) north-east of Fernando de Noronha Island, near the Saint Peter and Saint Paul Archipelago. The sighted wreckage included an aircraft seat, an orange buoy, a barrel, and "white pieces and electrical conductors".[63][64] Later that day, after meeting with relatives of the Brazilians on the aircraft, Brazilian Defence Minister Nelson Jobim announced that the Air Force believed the wreckage was from Flight 447.[65][66] Brazilian vice-president José Alencar (acting as president since Luiz Inácio Lula da Silva was out of the country) declared three days of official mourning.[66][67]"

Hörður Þórðarson, 17.6.2015 kl. 22:03

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nei Hörður ég ættla nú ekki að fara eyðileggja þessa fantasíu þína, hvað var það aftur, bíddu þarf að skrolla upp, já farþegar, áhöfn og flugvél eru á Diego Garcia.

Ættli allir sem voru um borð hafi það ekki bara gott á Diego Garcia, eða ertu með einhverja aðra fantasíu um það?

Nei ég hef ekki hugmynd um hvar eða hvernig þessi flugvél, nota þín orð, "gufaði upp." Og sannleikurinn er nú sá að sennilega veit það enginn, sem auðvitað er furðulegt með öll þessi gervitungl sem fylgjast með öllu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.6.2015 kl. 22:25

8 Smámynd: Hörður Þórðarson

"öll þessi gervitungl sem fylgjast með öllu".. Já, stórfurðulegt. Hver skyldi nú eiga þessi tungl, og hver er að "fylgjast með öllu"? Getur verið að þeir viti eitthvað sem þú og ég vitum ekki?

Það veit þetta enginn og það borgar sig líklega ekkert að vera að spekúela neitt frekar í þessu....

Þú er vonandi ekki svo vitlaus að þú trúir því að svona vél geti einfaldlega horfið sporlaust og að enginn viti neitt?

Hörður Þórðarson, 17.6.2015 kl. 22:36

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Má ég giska á hverjir eiga flest þessara gervitungla, USA, Rússland, Kína og svo fjöldinn allur af öðrum þjóðum.

Hvaða gagn er af þessum gervitunglum ef þau geta ekki séð eina af stærstu flugvélum í flugi? Vita allir sem eru með gervitungl hvar eða hvað varð um þessa flugvél, það hef ég ekki hugmynd um og læt það liggja á milli mála án þessa að vera með getgátur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.6.2015 kl. 23:05

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gleðilega Þjóðhátíð Hörður og Tryggvi.

Jóhann Kristinsson, 17.6.2015 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband