15.12.2010 | 13:08
Ertu ennþá með hana?
Zen munkarnir Tanzan and Ekido voru eitt sinn á ferð um forugan veg.
Þegar þeir höfðu gengið um stund í grenjandi rigningu blasti við þeim íðilfögur unglingsstulka í skrautfatnaði. Stúlkuna langaði til að fara yfir veginn en vildi ekki óhreinka fötin svo hún beið eftir aðstoð.
"Komdu upp á mig" sagði þá Tanzan. Hann tók stúlkuna á háhest og bar hana yfir forina.
Ekido mælti ekki orð af vörum fyrr en þeir komu að hofi þar sem þeir hugðust gista um nóttina. Þá gat hann ekki lengur haldi aftur af sér. "Við munkar eigum ekki að koma nálægt kvennfólki", sagði hann við Tanzan, "og sérstaklega ekki ungum og yndisfögrum! Það er mjög hættulegt, hvers vegna gerðir þú þetta"?
"Ég skildi stúlkuna eftir við veginn" sagði þá Tanzan. "Ert þú ennþá með hana?"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2010 | 12:40
Skörp kuldaskil yfir landinu
Ef einhver hefur áhuga, þá hef ég greint kuldaskilin yfir landinu fyrir klukkan 12 á hádegi. Fyrst er mynd sem sýnir hitastig við yfirborð úr spálíkani. Seinni myndin sýnir jafnþrýstilínur sem hafa verið lagaðar til handvirkt.
Eins og sjá má eru andstæðurnar miklar, 16 stiga frost við strönd Grænlands en 8 stiga hiti skammt fyrir suðaustan land.
15.12.2010 | 08:13
Sjálfstæði þjóðarinnar í hættu
Þeir sem ekki geta greitt sín gjöld glata að lokum sínu fjárhagslega sjálfstæði. Valdið yfir fjármálum þeirra færist úr þeirra höndum til lánardrotna. Þetta hafa því miður margir einstaklingar á Íslandi fengið að reyna.
Ég hef áhyggjur af því að þjóðin sé að missa sjálfstæði sitt vegna þess að ekki tekst að koma böndum á útgjöld ríkissins. Hvers virði er eiginlega þetta sjálfstæði? Þetta er spurning sem almenningur og stjórnvöld verða að horfast í augu við.
Er betra að vera sjálfstæð þjóð og sleppa sandkassaleik við suðurströndina, sleppa stjórnlagaþingi, fækka þingmönnum niður í 11, spara tvo milljarða í utanríksþjónustunni og fleirri annars staðar í stjórnkerfinu eða er betra að halda áfram á þessari glórulausu braut og láta að lokum erlenda lánardrotna taka völdin?
Er einhver stjórnmálamaður til sem hefur kjark og dug til þess að gera það sem gera þarf til að íslendingar haldi sínu sjálfstæði? Eru þetta eintómir einkavinavæddir rakkar sem þora ekki að gera neitt sem gæti valdið þeim óvinsælda eða traðka á tám einhverja sem þeir þekkja eða eru á einhvern annan hátt tengdir eins og svo margir á Íslandi eru?
Útgjöld hækka um 9 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2010 | 14:43
Zen og tebollinn
Virtur háskóla prófessor heimsótti eitt sinn Zen meistara til að spyrja hann út í Zen.
Meistarinn gaf prófessornum te. Hann helti í bollann en en hét síðan áfram að hella, jafnvel þegar bollinn var fullur.
Prófessorinn gat ekki stilt sig um að segja, hættu að hella, bollinn er yfirfullur!
Meistarinn sagði þá, á sama hátt og þessi bolli er yfirfullur, þá ert þú yfirfullur af tilgátum og fordómum. Hernig get ég sýnt þér Zen ef þú tæmir ekki bollan þinn fyrst?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2010 | 13:37
Hafa þeir ekkert betra við tímann að gera?
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna íslendingar þurfa að borga 63 þingmönnum laun og síðar eftirlaun. Nú er svarið komið. Þeir eru svona margir til að þeir geti framleitt meira bull.
Að hafa meira ljós á morgnana er hið besta mál. Þeir virðast samt hafa gleymt að þessu fylgir minna ljós síðdegis og á kvöldin, þegar fólk er búið í vinnu og getur farið út að dunda sér við eitthvað. Er ekki dýrmætara að hafa ljós og hita þegar við erum úti að spila golf, í göngutúr, að grilla... heldur en þegar við erum í vinnunni?
Af fréttinni að dæma er eins og teygist á dagsljósi við það að seinka klukkunni um eina klukkustund. (Talað er um meira ljós á morgnana en ekkert er minnst á seinni part dagsins og kvöldið...)
Ég vil bend á mjög gott blogg Ómars Ragnarssonar um þetta efni.
Vilja seinka klukkunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.12.2010 | 23:29
Ekki GPS
Í fyrsta lagi, þá eru þeir sem nota vegina þegar skattlagðir í bak og fyrir. Ég trúi ekki öðru en að skattar og gjöld sem fylgja því að kaupa og nota bifreið dugi mjög ríflega fyrir öllum vegaframkvæmdum á Íslandi.
Í öðru lagi, þá er það brot á friðhelgi einkalífs að gera yfirvöldum kleift að fylgast með því hvert fólk ekur. Það kemur Jóhönnu bara ekkert við hvert Pétur og Páll fara í sunnudagsbíltúrinn. Ef meiri peninga vantar til að byggja vegi má auðveldlega spara þá í stjórnkerfinu sem hefur vaxið eins og krabbamein, og hæfir frekar 3.000.000 manna þjóð en 300.000.
Tal um skuggagjöld óraunhæft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2010 | 19:16
Til hamingju
Ég vil óska þessu ágæta fólki hamingju með bónusinn. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að lítið verði eftir af þessu þegar tillit hefur verið tekið til skatta, útsvars og skerðingum á bótum. Að lokum fara 25.5% af því sem eftir er í vaskinn.
Nota þarf sparnaðarhnífinn í ríksirekstrinum af miklu meiri hörku en hingað til hefur verið gert. Mér finst mikilvægara að greiða fólki sem skapar verðmæti fyrir land og þjóð sómasamleg laun en að halda úti sextíuogþremur þingmönnum, að halda stjórnlagaþing, að halda úti dýrri utanríkisþjónustu og að reka stofnanir sem framleiða ekkert annað en froðu.
260 þúsund kr. jólabónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2010 | 09:39
Fúll útí Steingrím
Ég set hér og hlusta á alveg yndislegar etuder eftir Chopin og sötra te. Ég hef það fínnt en ég verð að viðurkenna að ég er fúll útí Steingrím þessa stundina. Ég trúði því virkilega að hann væri að gera góða hluti þegar hann barðist um á hæl og hnakka til að koma þjóðinni undir sinn ICESAVE samning. Ég taldi að Steingrímur þekkti málið í þaula og að hann segði satt þegar hann sagði að þetta væri besti samningur sem hægt væri að fá. Annað hefur komið í ljós.
Ástæðan fyrir þessum mistökum er sennilega sú að Steingrímur hafði ekki þá þekkingu og reynslu sem á þurfti að halda og honum láðist að leita ráða hjá aðilum sem þessa þekkingu hafa. Ég trúi því ekki að Steingrímur hafi vísvitandi gert þetta til að steypa þjóðinni inn í eitthvað kommahelvíti fátæktarinnar. Ég tel að þetta hafi verið vanræksla.
Ég verð að viðurkenna að ég hef löngum haft lítið álit á Ólafi Ragnarí Grímssyni. Hann var klappstýra útrásarinnar og hann neitaði að samþykkja fjölmiðlalögin. Að hann skyldi neita að samþykkja ICESAVE var hins vegar gott hjá honum og ég get ekki annað en sagt; takk fyrir það Herra Ólafur og hneygt mig.
Ég fæ ekki betur séð en að mistök og eða vanræksla Steingríms í þessu máli séu af þeirri stærðargráðu að hann hafi glatað þeirri tiltrú sem maður í hanns stöðu þarf á að halda. Af þessum sökum fyndist mér rétt að hann segi af sér og snúi snéri sér að öðrum störfum.
Kostnaður 50 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2010 | 05:22
Dauð hönd
Ferðalangar skattlagðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2010 | 20:07
Hvað erum við að borga fyrir?
Ef einhver skattgreiðandi telur að sendiskrifstofur hafi ekki veitt nógu góða þjónustu árið 1991, þá bið ég hann að gefa sig fram og útskýra mál sitt.
Stjórnvöld á Íslandi virðast enn lifa í fílabeinsturni og sjá ekki að margir hafa vart til hnífs og skeiðar. Hvað þarf að berja búsáhöld lengi til að koma því inn í hausinn á þessum tréhestum að íslendingar hafa ekki efni á flottræfilshætti?
Væri ekki nær að leggja niður allt þetta apparat, selja allar eignirnar, leggja peningana inn á bankareikning og nota síðan vextina til að reka untaríksþjónustu sem passar fyrir gjaldþrota 300.000 þúsund manna þjóð?
Kostnaður nánast fjórfaldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)