Ljóta bullið

Ég hef mikla reynslu af að umgangast hunda, ég annast þá fyrir dýraverndunarfélag. Ég hef haft þessa tegund og aðrar heima hjá mér. Ég hef rætt um þessa tegund við dýralækna sem sjá marga hunda á dag, þar á meðal þessa tegund. Við höfum öll verið sammála um að þessir hundar eru ljúfustu skepnur, blíðari og skapbetri en gengur og gerist. Dýralæknirinn sagði að hundar hafi glefsað í sig en að það hafi alltaf verið litlir hræddir hundar, til dæmis af Chihuahua tegund. Satt að segja hefur reynsla mín verið sú að hundar eru einstaklingar og hegðun þeirra ræðst frekar að því hvað þeir hafa upplifað á ævinni en hvaða tegund þeir tilheyra.

Það er synd að ætla að banna innflutning á þessum hundi sem er vafalaust orðinn hluti af þeirri fjölskyldu sem á hann. Fáfræði og stjónunaráratta hefur leitt MAST á villigötur.


mbl.is Fær ekki að flytja hundinn inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband