Fúll útí Steingrím

Ég set hér og hlusta á alveg yndislegar etuder eftir Chopin og sötra te. Ég hef það fínnt en ég verð að viðurkenna að ég er fúll útí Steingrím þessa stundina. Ég trúði því virkilega að hann væri að gera góða hluti þegar hann barðist um á hæl og hnakka til að koma þjóðinni undir sinn ICESAVE samning. Ég taldi að Steingrímur þekkti málið í þaula og að hann segði satt þegar hann sagði að þetta væri besti samningur sem hægt væri að fá. Annað hefur komið í ljós.

Ástæðan fyrir þessum mistökum er sennilega sú að Steingrímur hafði ekki þá þekkingu og reynslu sem á þurfti að halda og honum láðist að leita ráða hjá aðilum sem þessa þekkingu hafa. Ég trúi því ekki að Steingrímur hafi vísvitandi gert þetta til að steypa þjóðinni inn í eitthvað kommahelvíti fátæktarinnar. Ég tel að þetta hafi verið vanræksla.

Ég verð að viðurkenna að ég hef löngum haft lítið álit á Ólafi Ragnarí Grímssyni. Hann var klappstýra útrásarinnar og hann neitaði að samþykkja fjölmiðlalögin. Að hann skyldi neita að samþykkja ICESAVE var hins vegar gott hjá honum og ég get ekki annað en sagt; takk fyrir það Herra Ólafur og hneygt mig.

Ég fæ ekki betur séð en að mistök og eða vanræksla Steingríms í þessu máli séu af þeirri stærðargráðu að hann hafi glatað þeirri tiltrú sem maður í hanns stöðu þarf á að halda. Af þessum sökum fyndist mér rétt að hann segi af sér og snúi snéri sér að öðrum störfum.


mbl.is Kostnaður 50 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband