Sjálfstæði þjóðarinnar í hættu

Þeir sem ekki geta greitt sín gjöld glata að lokum sínu fjárhagslega sjálfstæði. Valdið yfir fjármálum þeirra færist úr þeirra höndum til lánardrotna. Þetta hafa því miður margir einstaklingar á Íslandi fengið að reyna. 

Ég hef áhyggjur af því að þjóðin sé að missa sjálfstæði sitt vegna þess að ekki tekst að koma böndum á útgjöld ríkissins. Hvers virði er eiginlega þetta sjálfstæði? Þetta er spurning sem almenningur og stjórnvöld verða að horfast í augu við. 

Er betra að vera sjálfstæð þjóð og sleppa sandkassaleik við suðurströndina, sleppa stjórnlagaþingi, fækka þingmönnum niður í 11, spara tvo milljarða í utanríksþjónustunni og fleirri annars staðar í stjórnkerfinu eða er betra að halda áfram á þessari glórulausu braut og láta að lokum erlenda lánardrotna taka völdin?

Er einhver stjórnmálamaður til sem hefur kjark og dug til þess að gera það sem gera þarf til að íslendingar haldi sínu sjálfstæði? Eru þetta eintómir einkavinavæddir rakkar sem þora ekki að gera neitt sem gæti valdið þeim óvinsælda eða traðka á tám einhverja sem þeir þekkja eða eru á einhvern annan hátt tengdir eins og svo margir á Íslandi eru?

 


mbl.is Útgjöld hækka um 9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband