Eiga að fá að ráða eigin líkama

Mér finnst að konur og karlar eigi að fá ráða eigin líkama og gera það sem þau vilja, svo fremi að það skaði ekki aðra.

Auðvitað á ég við að þeir sem neyða aðra til að selja líkama sinn og hagnast á því eru hinir verstu glæpamenn og ætti að refsa harðlega. Að sama skapi ætti að refsa þeim sem koma í veg fyrir að þeir sem vilja taka greiðslu fyrir eða greiða fyrir kynlíf fái að ráða eigin líkama. Það er skömm af því að mannréttindi skuli vera svo skammt á veg komin að fólk ráði ekki eigin líkama.

Hvað skyldu margir eða margar hafa verið dæmdar fyrir að bjóða einstaklingi af gangstæðu kyni út að borða, borgað allan reikninginn fyrir mat og drykk og síðan haft einnar nætur gaman? Ég fæ ekki betur séð en að slíkt athæfi sé ólöglegt, refsivert og að einstaklingar sem stundi slíkt eigi að vera dæmdir og lendi á sakaskrá, enda hafi þeir sannanlega greitt fyrir kynlíf.


mbl.is Umfangsmikil vændissala á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sama spai eru allir sem hafa boðið uppá drykk á skemmtistað, og endað saman í sæng sekir.

sem sagt, það má henda allri þjóðini í steininn.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 15:36

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

 Kærar þakkir fyrir innlitið.

Hörður Þórðarson, 14.4.2016 kl. 19:00

3 identicon

Mér finnst hálf hlægilegt hvað það eru alltaf gamlir eða miðaldra karlmenn sem eru að berjast fyrir ,,rétti'' (aðallega) ungra fátækra stúlkna að fá að selja líkama sína. Kvennfólk lítur ekki á vændi sem góðan hlut. Þetta er eitthvað sem snertir aðallega okkar kyn og karlmenn ættu að leyfa konum að taka ákvörðun um hvort þetta eigi að vera löglegt. Þið gömlu karlar sem eruð að reyna að lögleiða þetta og sýnið gremju í hvert sinn sem minnst er á vændi í fjölmiðlum eruð svolítið glærir.

Vá (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 22:27

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir að líta við, Vá. Þú þarft ekkert að vera hrædd/hræddur við að koma fram undir réttu nafni. Það viðhorf að sumir eigi að ráða yfir líkama annara er gamalgróið og vel þekkt. Þú ert ekki ein/einn um þetta viðhorf.

Mér sjálfum finnst einfaldlega að fólk eigi að ráða sínum eigin líkama og að konur sem hafa eitt gildismat hafi ekkert með að ráðskast með líkama kvenna eða karla sem hafa eitthvað annað.

Varastu að alhæfa um allar konur. Með því að gera slíkt veikir þú málstað þinn því að þessi alhæfing stenst ekki.

Hörður Þórðarson, 15.4.2016 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband