Skil þetta ekki

Getur einhver hjálpað mér að skilja þetta? Aðili A vill ekki semja við aðila B. Er þá eitthvað skrýtið við það að aðili B leiti annað? Er það einhver lágkúra að fólk og fyrirtæki hafi rétt á að semja? Mér fyndist það frekar lágkúra ef aðili A aða B væri neyddur til að fallast á við kröfur hins aðilans.

Flug er alþjóðlegt og vinnumarkaður þeirra sem koma að flugi er stór og fjölbreyttur. Flugfreyjur þurfa ekki að vinna hjá Icelandair ef þær vilja það ekki og það er ekki hægt að gagnrýna þær fyrir að leita annað um störf. Ekki frekar en hægt er að gagnrýna Icelandair fyrir að vilja leita eftir starfsfólki sem hefur vilja til að vinna hjá þeim.

Heimurinn hefur nýlega breyst mikið og ég fæ ekki betur séð en að stór, alþjóðlegur, vinnumarkaður gefi fólki möguleika til að velja hvar það vill vinna og hvaða kjör það vill sætta sig við.

Mér er spurn hvers vegna Helga Vala Helga­dótt­ir kallar það ekki lágkúru hjá flugfreyjum að neita að semja? Ég sé ekki hvers vegna það er lágkúra hjá Icelandair að gefast upp en ekki lágkúra hjá flugfreyjum. Það hefðu mátt færa rök að því að þetta væri illa gert hjá Icelandair ef flugfreyjur hefðu ekkert val en þær hafa það svo sannarlega og geta farið að semja við önnur flugfélög. Engin lágkúra þar á ferð. Ég óska þeim alls hins besta. 


mbl.is „Alger lágkúra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Hörður, þú ert ekki sá eini sem ekki skilur þetta. En verkalýðsforystan sem starfar reyndar í umboði mikils minnihluta verkalýðsins skilur þetta ekki og vill ekki skilja þetta. Hafi atvinnurekandi í alþjóðlegum samkeppnisrekstri aðeins heimild til að semja við einn aðila innanlands á Íslandi þá er sá atvinnurekstur dauðadæmdur með þá verkalýðsforystu sem hér er vísað í. En ASÍ virðist staðráðið í að leggjast á árarnar með FFÍ og keyra Icelandair í þrot. Á slíkt fólk sem rústar eigin atvinnugrein að eiga rétt til atvinnuleysisbóta ?

Örn Gunnlaugsson, 18.7.2020 kl. 10:34

2 identicon

Samningagerð er í höndum tveggja aðila. Ekki á einn sök þegar tveir deila. Þannig er þessu varpað upp. Nýlunda á íslenskum vinnumarkaði, að fólki sé sagt upp þegar í þrot er komð. Það að stór hluti félagsmanna eru konur hefur ábyggilega eitthvað með viðbrögðin að segja. Að sjálfsögðu á að fara í mál til að fá úr þessu skorið, löglegt eður ei. Óvissan og mat manna á ekki að ráða för. Forystufólk innan verkalýðshreyfingarinnar eiga að hefja undirbúning að málaferlum. 

Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2020 kl. 12:40

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég er þér hjartanlega sammála, Helga. "Ekki á einn sök þegar tveir deila."

Ef ég er með fólk í vinnu sem ég get ekki samið við, er þá ekki eðlilegt að ég leiti annað? Það getur einhver farið í mál við mig en ég sé ekki tilganginn, nema ef til vill hefnigirni og löngun til eyðileggingar. Kannski er best að Icelandair hætti einfaldlega starfsemi og nýtt flugfélag verði stofnað. Þá getur verkablýshreyfingin farið í mál við þrotabúið...

Eins of þú segir, þá er komið í þrot. Það er enginn nýlunda að fólki sé þá sagt upp, enda leggur þá venjulega fyrirtækið upp laupana. Það er nýlunda að fyrirtæki á borð við Icelandair berjist enn fyrir lífi sínu við þær aðstæður sem það á við að glíma og lýsi sig ekki einfaldlega gjaldþrota. 

Ég bý á Nýja Sjálandi og hér finnst engum það neitt tiltökumál að leggjast á árarnar með vinnuveitendum til að tryggja það að fyrirtæki þurfi ekki að loka. Fólk tekur frekar á sig launalækkanir en að hætta á að missa vinnuna.  Þetta er almenn skoðun fólks hér og litið væri á fólk sem krefst launahækkana á þessumn tímum sen eigingjarna asna. Ég er sjálfur í þeirri stöðu að þurfa að sjá af samningsbundinni launahækkum vegna þess að tekjur vinnuveitanda míns hafa lækkað. Mér finnst ekkert sjálfsagðara en að ég hjálpi eins of ég get í þessu erfiða árferði. Er ekki betra að vinna sig saman úr vandanum en að berjast um á hæl og hnakka og leggja stein í götu vinnuveitenda? 

Hörður Þórðarson, 18.7.2020 kl. 13:33

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ég skal útskýra, A vill semja við B, B kýs hinsvegar að lækka laun um 22-32 % á ársgrundvelli og bæta við eins og einum vinnumánuði án greiðslu fyrir.

Um leið og A er/var tilbúið að semja, þá hélt B áfram að brjóta 25.gr í lögum 80/1938, sem eru jú enn í gildi, ásamt öðrum svikum á loforðum sem voru gefin við undirskrift.

Þá fengu A nóg og felldu gerninginn.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.7.2020 kl. 16:37

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir innlitið. Sigfús. Í því dæmi sem þú setur fram er lausnin einföld. B hefir greinlega ekki efni á að halda áfram starfsemi og ætti að lýsa sig gjaldþrota. A ætti að fara í vinnu hjá C, D eða E.

Hörður Þórðarson, 18.7.2020 kl. 17:06

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

EKki endilega. Ef B myndi fara að lögum og vinna efir almennu siðferði, þá hefði náð saman. 

B átti val, eða frekar var stýrt af Samtökum Atvinnulífisins, sem vill núna draga frekar úr núverandi vinnulöggjöf.

A er tilbúið að semja. 

B vill semja við D eða H.

Það er munurinn.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.7.2020 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband