Óli er ábyrgðarlaus

Af öllu því furðulega sem ég hef lesið í fréttum upp á síðkastið er þetta það ótrúlegasta. Halda mætti að Ólafur geti lært af mistökum og sjái að þau afskipti sem hann hafði af stjórnmálum þegar hann stöðvaði fjölmiðlalögin voru afar óheppileg og settu skugga á hanns embætti.

Að halda áfram á sömu braut finnst mér jaðra við geðveiki. Er hann að reyna að bæta fyrir fyrri syndir? Ég held að það væri honum best að sinna HEFÐBUNDUM störfum síns embættis og láta þá sem þjóðin hefir kosið til að stjórna landinu um að gera vinnuna sína (hvað sem mönnum kann að finnast um frammistöðu þeirra).

Úr stjórnarskrá Íslands:

13. grein

Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

11. grein

Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Svo er og um þá, er störfum hans gegna.

 

http://www.snerpa.is/net/log/stjornar.htm

 

Stjórnarskráin segir þetta betur en ég gæti nokkurn tíma gert.

 

 


mbl.is Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Miðað við að forsetinn er eini maðurinn sem er sérstaklega kosinn í embætti, af þjóðinni, en aðrir koma af flokkslistum sem er hægt að breyta og hagræða eftir kostningar( og koma inn fólki sem almenningur vill alls ekki sjá á þingi), þá finnst mér að forsetinn ætti frekar að hafa mikil völd heldur en lítil. Forsetinn á einmitt að koma fram fyrir hönd fólksins með þær kröfur sem hann veit að séu kröfur almennings (eins og á við bæði núna og þegar fölmiðlafrumvarpið var lagt fyrir). Það er nauðsynlegt að hafa einhvern yfir rískistjórninni sem lætur hagsmuni almenning framar hagsmuna flokka eða einstakra stjórnmálamanna.

Því var líka vel tekið af almenningi þegar hann notaði neitunarvald sitt og því má ætla að þetta sé einmitt það sem fólk vill. Ég persónulega myndi vilja að forsetinn fengi meira vald og tæki þátt í mikilvægum ákvörðunum ríkistjórnarinnar, held ég að það myndi almennt leiða til meiri sáttar í samfélaginu.

elin (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Áhugaverður pistill, elin. Ef hann ætti að gegna þessu hlutverki ætti hann að minnsta kosti að hafa verið kosinn af meirihluta þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að fylgi hans var 41,4%.

Varðandi fjölmiðlalögin, getur verið að meiri hluti þjóðarinnar hafi myndað álit sem var troðið upp á hana af "ókeypis" áróðursbleðli sem dreyft var inn á öll heimili?  Er það æskilegt að auðmenn geti með slíkum hætti haft áhrif á þjóðina og notað síðan forsetann sem strengjabrúðu? Ég held að núverandi ástand sanni að svo er EKKI.

Hörður Þórðarson, 27.1.2009 kl. 00:39

3 identicon

Það er betra að þjóðin hafi eitthvað gagn af forsetaembættinu (að viðkomandi vinni fyrir laununum sínum) heldur en að það sé bara upp á punt.

Elvar (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 00:52

4 identicon

Miðað við að þetta er hans fjórða tímabil þá held ég að það sé samt óhætt að segja að fólk er almennt sátt við hann sem Forseta Íslands, hann hefur staðið sig vel og verið Íslandi til sóma, get ekki sagt það sama um aðra stjórnmálamenn.

Er " ókeypisbleðillinn" eitthvað minna hlutlaus en sjálfstæðismogginn? Annars held ég að það hafi líka verið aðferðin sem var notuð við að koma fjölmiðlalögunum í gegn sem felldi þau, svo lyktuði málið af hefnd og eiginhagsmuna ákvörðunum. (Davíð skeit uppá bak)

Auðmennirnir hefðu aldrei getað haft svona slæm áhrif á þjóðina ef að þeim hefði ekki verið gert það kleift af stjórnvöldum sem eru líka flækt í þennan auðmannavef þar sem ríkir verða ríkari og fátækir fátækari.

elin (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 01:01

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þetta eru orð að sönnu, elin. Forsetinn og margir aðrir eru illa flæktur í þennan auðmannavef. Vonandi bera hann og aðrir gæfu til að losna úr vefnum, eða víkja fyrir þeim sem ekki eru jafn flæktir í hann.

Ég er þér fullkomlega sammála, Elvar. Hann á að vinna fyrir laununum sínum til gangs fyirir þjóðina en ekki eigin hagsmuni og hagsmuni auðmanna.

Hörður Þórðarson, 27.1.2009 kl. 01:13

6 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér Hörður.

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband