Refsing fyrir að vinna og telja fram til skatts.

Jæja, þá er verið að ræða hugmyndur um að refsa fólki sem vill vinna sig upp úr erfiðleikum og öðlast þar með efnahagslegt sjálfstæði. Ég man þá tíð þegar ég var byrja að búa, kaupa bíl, íbúð og tilheyrandi. Til að létta róðurinn tók ég alla vinnu sem mér bauðst, vann oft helgar og nætur. Ég þykist vita að þetta er útbreytt meðal ungs fólks á íslandi sem vill standa á eigin fótum og vera sjálfstætt. Ekki hefði ég nennt á gera þetta og ekki hefði það borgað sig ef ég hefði þurft að borga 47% skatt.

Að leggja 47% skatt á tekjur yfir 500 þúsund sendir út skýr skilaboð. (500 þúsund eru EKKI háar tekjur.)

1. Ekki hafa fyrir því að reyna að vinna þér inn fyrir því sem þú villt kaupa. VIÐ tökum pengana bara af þér. Ef þú getur ekki borgað af lánunum þínum, þá krjúptu fyrir framan OKKUR og betlaðu um niðurfærslu eða framleingingu á hengingarsnúrunni. Ekki halda að þú getir unnið þig upp úr vandanum með eigin kröftum. Ef þú reynir það skulum við berja þig í hausinn og sýna þér hvert þú skalt leyta um hálp.

2. Ef þú vilt eignast eitthvað skalt þú stunda svarta vinnu.

3. OKKUR finnst mikilvægara að halda landinu í eymd og volæði eins lengi og hægt er til þess að þú verðir upp á OKKUR komin(n). Við viljum ekki gera neytt til að verðlauna fólk sem nennir að vinna og stuðla að hagvexti.

 

 %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%

 

Þessa stundina virðist valið standa á milli ónýts sjálfstæðisflokks og dauða hönda sjálfumglaðra komma. Vildi ég þá frekar losna við allt liðið og gangast á hönd Noregs eða ESB.


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú skalt fyrst og fremst þakka Sjálfstæðisflokknum þínum fyrir stöðu mála í dag, þar með taldar óhjákvæmilegar skattahækkanir.

Hitt er ljóst að kommaríkisstjónin er að vinna landið hægt og örugglega útúr ógöngunum sem Sjálfstæðishetjurnar komu okkur í.

Jóhannes Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 18:42

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ef ég hefði Sjálfstæðisflokkinn hérna fyrir fram mig myndi ég gefa honum ærlegt spark í afturendann.

Ég vona að þér, Jóhannes og fleirum fari að skiljast að ríkisstjórnin eða einhver pólitík vinnur landið ekki upp úr þessum ógöngum. Það er fólkið í landinu með vinnu sinni sem mun koma landinu á réttan kjöl aftur. Ekki prúðbúið fólk í alþingishúsinu sem hefur atvinnu af þrasi. Það eina sem ríksstjórnin þarf að gera er að vera ekki fyrir og skapa gundvöll sem gerir fólki kleyft að vinna.

Hörður Þórðarson, 9.11.2009 kl. 18:52

3 identicon

Ekki háar tekjur segir þú. Hversu stórt hlutfall hefur tekju yfir 500 þús og 700 þús per mánuð?

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 19:07

4 identicon

 meðaltekjur á Íslandi 2007 var 4,4 milljónir sem gera um 370.000 á mánuði

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 19:21

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk Arthur. 500.000 krónur á verðlagi 2009 eru mjög nálægt því að jafngilda 370.000 krónum á verðlagi 2007, eða meðaltekjur. 500.000 krónur fyrir skatta eru ekki háar tekjur.

Hörður Þórðarson, 9.11.2009 kl. 19:27

6 identicon

Veit reyndar ekki um marga sem hafa hækkað mikið í launum frá 2007, flestir hafa þurft að sæta launalækkunum og minnkun á yfirvinnu svo að þeir sem eru með yfir 700 þúsund per mánuð eru svo sannarlega hátekjumenn miðað við 200 hjá verkamanni.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 19:33

7 identicon

Alveg er ég sammála þér Hörður.  Það er engin pólitík sem gæti komið okkur upp úr þessum ógöngum. En það er einhvernveginn þannig að þeir sem aðhyllast vinstri stjórnflokkana geta einungis sagt:  Þetta var allt sjálfsstæðisflokknum að kenna.  Hvaða flokkur var það nú sem var með D þegar allt hrundi???? Ah já Samfylkingin og hún er nú aldeilis að standa sig núna ekki satt????? Það er enginn að mælast til þess að D taki aftur við völdum svo komið með eitthvað annað en að allt sé þeim að kenna.

Ég get ekki séð að þetta sé rétta leiðin og að þetta fólk sem þrasar á Alþingi hóti okkur svo refsingum í massavís ef við reynum að bjarga okkur upp úr skuldum með svartri vinnu.  Að sjálfsögðu vinnur fólk svarta vinnu og bruggar áfengi og smyglar inn tóbaki og áfengi þegar þessar vörur og gjöldin eru orðin svo óstjórnleg að fólk hefur ekki efni á að kaupa sér neitt af því sem það hefur lengi keypt sér.

Og burt séð frá lúxusnum eins og súkkulaðistykki of gos flokkast undir núna þá hefur fólkið sem enn heldur sinni vinnu ekki efni á að greiða miklu hærri skatta.  Tekjuskatturinn á að hækka og líka allur annar skattur af allri annarri innkomu hvers heimilis.

Það er ekki endalaust hægt að segja þetta var þessum og hinum að kenna.  Fullorðnir eru eins og börn í skóla, ég lamdi hann af því að hann lamdi mig.  Stöndum saman til að finna góða leið út ekki standa á móti hvört öðru eins og smákrakkar í sandkassaleik.

Óskin (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 19:37

8 identicon

það var reyndar Samtök Iðnaðarins sem auglýsti og birti tölur um svarta atvinnustarfsemi og sagði þar að um 60 milljarðar vantaði í sameiginlega sjóði landsmanna og voru þeir þar að vitna í góðæristímann ekki í tölur í dag, kannski væri það svo að ef allir borguðu sína skatta eins og þeim ber væri ekki nauðsynlegt að hækka skatta á okkur hin sem borgum okkar skatta.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 19:55

9 Smámynd: Maelstrom

Datamarket vitnar í Hagstofuna og segir meðaltekjur 2008 vera 424.000.  Tekjur ríkisins af þessari skattahækkun eru um 9 milljarðar m.v. að menn haldi áfram að telja rétt fram.  Ef yfirvinna minnkar og menn fara að vinna svart gæti tekjuaukinn verið fljótur að hverfa.

 http://apps.datamarket.net/skattkerfi/

Þetta er orðið einfalt.  Það er óþarfi að reyna að vinna sig út úr þessu.  Fá bara greiðslujöfnun og hætta við alla aukavinnu.  Stóla frekar á afskrift í lok lánstímans en eigið frumkvæði.  Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta!

Maelstrom, 9.11.2009 kl. 20:29

10 Smámynd: Hörður Þórðarson

Arthur fær fjóður í hattinn fyrir þetta: "kannski væri það svo að ef allir borguðu sína skatta eins og þeim ber væri ekki nauðsynlegt að hækka skatta á okkur hin sem borgum okkar skatta." Mjög góð ábending.

Hörður Þórðarson, 9.11.2009 kl. 20:29

11 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Þetta er orðið einfalt.  Það er óþarfi að reyna að vinna sig út úr þessu.  Fá bara greiðslujöfnun og hætta við alla aukavinnu.  Stóla frekar á afskrift í lok lánstímans en eigið frumkvæði.  Veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta!"

Maelstrom hefur lög að mæla. 

Hörður Þórðarson, 9.11.2009 kl. 20:31

12 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gleymið því ekki að vaskurinn sem hækkar fer beint í vísitöluna og hækkar lánin ykkar vel og hressilega sem eykur eiginfjárhlutfall þeirra sem hér settu allt í kalda kol

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2009 kl. 20:38

13 identicon

persónulega er ég á móti skattahækkunum en ef þær eru nauðsynlegar þá hlítur að vera rétt að skattleggja okkur sem betur erum stödd.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 20:50

14 identicon

fram að sept 2007var égmeð 5 til800þ í laun á mánuði

og borgaði 2 til 300þ á mánuði i skatt

svo lendi ég í því að veikjast on fæ smánar greiðslu  frá TR í dag dæ ég 36þ á mánuði útborgað 

yamm gott að vera óvinnufær á Íslandi í dag

maggi (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband