Klikkaðar reglur

Samkvæmt http://www.us.is/images/Rafhj%C3%B3l-lei%C3%B0beiningar_mars_12_f.gif er bannað að vera á akbraut!

Hafa þeir hjá umferðarstofu kannski áhyggjur af því að þeir sem eru á rafhjólum þvælist fyrir blikkbeljum, sem jú ÞURFA að komast leiðar sinnar án tillits til nokkurs annars? Hafa þeir engar áhyggjur af gangandi vegfarendum sem eru ekki inni í stál búri alsettu loftpúðum? Greinilega ekki.

Skrýtið að svona áherslur skuli enn vera við lýði. Er ekki kominn tími til að hvetja fólk til að nota umhverfisvæn farartæki sem menga ekki, eru hljóðlát og valda nánast engu sliti á vegum, frekar en þessa fáránlegu tveggja tonna jepplinga sem allir virðast þurfa að klifra upp í, jafnvel þó að þeir ætli ekki nema út í næstu sjoppu?

Umferðastofa ætti að venda kvæði sínu í kross og banna þessi reiðhjól á göngustígum en leyfa á akbrautum. Ég sé ekki hvað mælir gegn því, þegar venjuleg reiðhjól knúin fólki sem hefur yfirleitt enn minni kraft (fyrir utan þá sem eru á EPO) en þessi rafhjól eru í lagi á akbrautum. 

Umferðastofa segir sjálf í texta sínum að þessu hjól flokkist "sem ein tegund reiðhjóla". Er ekki í lagi að vera á reiðhjóli á akbraut? 

Er ekki kominn tími til að hætta að dýrka heilaga blikkbeljuna og fara að sýna skynsemi, "common sense"?


mbl.is Rafmagnshjólin umdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband