Dugar ekki

250 hestöfl er nóg fyrir innkaupakörfu. Ekki sportbíl, og alls ekki bíl sem vegur 1200kg. Það er synd ef bíllinn verður svona vegna þess að með nútímatækni er ekkert mál að fá litla og létta vél til að afkasta meiru en 250 hestöflum. Þar að auki er ekkert mál að framleiða bíl sem er léttari en 1200kg.

Mér finnst gamli bíllinn fallegri en sá nýi á myndinni. Mér finnast bílar með háum hurðum og mjóum gluggum yfirleitt ekki fallegir. Það er þar að auki líklega miklu betra útsýni úr þeim gamla, sem stuðlar að auknu öryggi.

Af hverju þverskallast þeir við að hafa þessa "Wankel" vél? Ég myndi skilja það ef það gerði bílin léttari en bíll með venjulegri vél, en úr því að bíllinn á að vera 1200kg er þetta alveg "pointless".


mbl.is Orðrómur um að orðrómurinn sé sannur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband