Furðulegt mál. Hver er úti að aka?

Eigandi bifreiðarinnar var "ekki með í för". Samt er hann dæmdur til að greiða skaðabætur. Hæstiréttur lítur svo á að bílstjórinn, sem var væntanlega með í för, beri meginábyrg á því að of margir farþegar voru í bílnum og að sú sem ók bílnum hafi átt sök á umferðarslysinu. Samt sleppur þessi bílstjóri við refsingu. Farþeginn sem "mátti gera sér grein fyr­ir hætt­unni sem skapaðist við það að vera í bíln­um án þess að hafa sæti með ör­ygg­is­belti" sleppur líka alveg við refsingu fyrir sína yfirsjón.

Spurningin sem vaknar er sú, er hæstiréttur orðinn svona vitlaus, eða hefur þetta skolast eitthvað til hjá fréttamanninum sem skrifaði fréttina. Á góðri íslensku, þá meikar þetta engan sense. 

Það er líka furðulegt að konan skuli hafa höfðaði mál á hend­ur bíl­stjór­an­um en lögmaður hennar vildi skipta sök­inni á milli eig­anda bif­reiðar­inn­ar og kon­unn­ar. Lögmaður konunnar vildi sem sagt klína sökinni á skjólstæðing sinn og eiganda bifreiðarinnar en konan vildi höfða mál á hendur bílstjóranum. Gengur þessi lögmaður ekki alveg heill til skógar?

Ég hélt að lögfræðinám á Íslandi væri frekar strangt og miklar kröfur gerðar til nememenda. Ég er ekki svo viss lengur.

 


mbl.is Lá í fangi þriggja farþega en fær bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigandi bílsins er væntanlega með lögboðnar tryggingar á bílnum sem fyrir hans hönd greiða allt tjón sem hlýst af notkun bílsins. Það er ekki óvanalegt að þegar tryggingabætur eru sóttar fyrir rétti sé málið rekið gegn tryggingataka þegar um ábyrgðartryggingu er að ræða.

Baldur Gíslason (IP-tala skráð) 30.5.2014 kl. 20:06

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég verð að taka undir með þér, Hörður. Ég skil þetta ekki og er farin að trúa því að lögfræðinámi sé ekki síður ábóta vant en sumu öðru í háskólum landsins.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 31.5.2014 kl. 09:26

3 Smámynd: Hvumpinn

Einstaklega illa skrifuð frétt.  Þegar dómurinn er lesinn sést að lögmaður stelpunnar sem lá aftur í spilar hana sem "kjána" sem hafi ekkert vitað og eigi þvi að fá bætur.  Hún er semsagt í raun dæmd kjáni af Hæstarétti. Flott.

Hvumpinn, 31.5.2014 kl. 15:56

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég hef lesið dóminn. Eitt finnst mér undarlegt og það er að: "Samkvæmt 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 skal sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki bæta það tjón sem hlýst af notkun þess".

Ég get ekki skilið þetta öðruvísi en að ef bifreið er stolið og ökumaðurinn veldur síðan stórkostlegu tjóni, þá ber eigandi bifreiðarinnar ábyrgðina. Mér finnst að ökumaðurinn eigi að bera ábyrg á sínum gerðum. Ef einhver stelur hnífi og drepur síðan mann og annan með honum, ber eigandi hnífsins þá ábyrgð á því? Ég held ekki. 

Fólk á að bera ábyrgð á sínum eigin gerðum.

Ekki lána neinum bílinn þinn.  Það gæti komið illa niður á þér seinna...

Hörður Þórðarson, 31.5.2014 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband