Verða þeir hengdir?

Ég velti því fyrir mér hvaða örlög bíða þeirra sem bera ábyrgð á þessu blóðbaði, auk hungurs, skorti á lyfjum, mat og öðrum nauðsynjum í þessu langþjáða landi. Verða þeir hengdir eins og Saddam karlinn, eða bíða þeirra enn verri örlög? Þeir hafa jú kallað miklu meiri hörmungar yfir Íraka en Saddam gerði nokkurn tíma.

Ekki taka það sem svo að ég sé að bera í bætifláka fyrir Saddam, hann framdi jú vafalaust ýmsa glæpi.  Ekki má samt gleyma að sem sýndi þó viðleitni í þá átt að bæta jafnrétti kynja, menntun, heilsugæslu og annað sem snýr að kjörum hinns almenna borgara.

Saddam bar ábýrgð á mörgu illu og hann fékk sína refsingu. Ég spyr bara hvaða refsing bíður þeirra sem lugu, brutu alþjóðalög og kostuðu hundruð þúsunda lífið? Fá þeir kannski bara skó í hausinn?


mbl.is Mannfall minnkar í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband