Getur verið að þetta borgi sig?

Getur verið að það borgi sig að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar, þegar flestir hafa sennilega þegar fengið þessa flensu og þar með myndað mótefni í sínum eigin líkama? Mér skilst að það sé verið að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Það getur varla verið harður niðurskurður ef talið er skynsamlegt að eyða óskilgreindu magni peningi til að bólusetja fólk sem sannanlega hefur enga þörf fyrir slíkt.

Mig langar til að vita hve mikið þetta dæmi kostar. Fjölmiðlar ættu að genga sínu hlutverki og upplýsa almenning um það.

Kemur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu niður á þér eða einhverjum sem þú þekkir? Ef svo er ættir þú að krefjast þess að þeim peningu sem þú borgar í skatta fyrir þetta kerfi sé varið skynsamlega en ekki kastað í vasann á erlendum auðjöfrum.


mbl.is Byrjað að bólusetja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til að svara spurningu þinni ... nei, það er sennilega ekki hagkvæmt að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar þegar flestir hafa fengið sjúkdóminn.  Þetta liggur nokkurnveginn í augum uppi.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Sammála, takk fyrir. Það liggur alveg í augum uppi. Það liggur þá líka í augum uppi að þeir sem stjórna heilbrigðismálum á Íslandi eru að henda peningum í ruslið. Hvernig skyldi standa á því að þeir eru að því? Kannski er hérna tilvalið verkefni fyrir stjörnublaðamann. Skyldu vera einhver hagsmunatengls við erlend lyfjafyrirtæki? Ef svo er, eru þau opin og lögleg eða ekki?

Hörður Þórðarson, 15.10.2009 kl. 22:58

3 Smámynd: Páll Jónsson

Ef það væri eitthvað í líkingu við sannleikann að segja að flestir hafi nú þegar fengið svínaflensuna, þá nei, bólusetning væri ekki hagkvæm.

Þar sem þetta er gjörsamlega glórulaus staðhæfing hins vegar þá er ekki alveg útséð með hagkvæmnina enn.

Páll Jónsson, 16.10.2009 kl. 00:30

4 identicon

Líka skrýtið að hætta sýnatöku að mestu, ef maður er búinn að fá flensuna er slæmt að hafa ekki staðfestu á því að maður hafi ekkert við bólusetningu að gera, en vel er vitað að alltaf er einhver áhætta fylgjani henni vegna ofnæmisviðbragða hjá sumu fólki.

Ef hálf þjóðin fær flensuna á næstu vikum er það æði vafasamt að það sé jafnvel yfirhöfuð skynsamlegt að dæla þessu hraðsoðna sulli í sem allra flesta. Fólk í sérstökum áhættuhópi á að fá frían skammt ef það vill og þeir sem vilja borga fyrir skammt fyrir sig og sína ættu að geta það einnig, massíva bólusetningu fyir helst alla lýst mér illa á, ýmislegt bendir síðan til að meiningin verði að skylda það fólk sem kemur ekki biðjandi um skammt sjálft verði skikkað í sprautu og líklega ríða Bandaríkin á vaðið með það ásamt Bretlandi.

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 00:42

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ef alltaf væri spurt um hvort þessi eða hin aðgerðin í heilbrigðiskerfinu "borgaði sig", til hvers mundi það leiða.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.10.2009 kl. 23:23

6 identicon

Er ekki bólusetningarlyfið sem búið er að panta og kaupa handa Íslendingar einhvern ódýrt rusl, svona svipað og er búið að kaupa handa almennum borgurum í Þýskalandi. Þýska herin telur sig ekki óhætt að nota sama lyfið og við fáum. Þeir vilja bara óblönduðu útgáfuna en ekki þetta kokteill sem við fáum. Gaman væri að vita, hvort að það sé búið að panta betra óblandaða útgáfuna fyrir efri stéttina á Íslandi.

Rabbi (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband