Barnalegur og illa rökstuddur dómur

Rök dómsins eru að þetta sé "ekki svo fámennur hópur"! Væntanlega telur hann að útrýmingarherferð nazista hafi verið í góðu lagi vegna þess að hópurinn sem varð fyrir barðinu á honum var "ekki svo fámennur". Hann telur kannski einnig í góðu lagi að hlunnfara fólk, svo fremi sem hópurinn sem er hlunnfarinn sé ekki fámennur! Þeir sem létu þetta frá sér fara ættu að skammast sín.

Ennfremur: "Þá segir að í dómaframkvæmd hafi löggjafinn verið talinn hafa víðtækt vald til að ákveða hvaða atriði skuli ráða skattlagningu, jafnvel þó slík ákvörðun feli í sér eignaskerðingu". Dómurinn segir þannig í raun og veru að löggjafinn hafi víðtækt vald til að brjóta stjórnarskránna. Hvað er þá því til fyrirstöðu að löggjafinn taki ákvarðanir á borð við að leggja niður embætti forseta Íslands þegar henta þykir, eða að hætta að leita samþykkis forseta við nýjum lögum? samkvæmt þessum furðulega dómi er ekkert því til fyrirstöðu, úr því vald löggjafans er svona "víðtækt".

Hvernig væri að dæma af skynsemi, með góðum rökum? Ég fæ ekki betur séð en að þessi dómur byggist frekar á póltískum skoðunum þeirra sem dæmdu og hugsanlega ótta við afleyðingar þess að dæma samkvæmt því sem stendur skýlaust í stjórnarskránni. Rökin eru svo léleg að enginn getur sagt mér að dómurinn byggist á þeim.

Vonandi tekur hæstiréttur á þessu máli af einhverri skynsemi þegar til kasta hans kemur.

 


mbl.is Heimilt að leggja á auðlegðarskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóta bullið

Hvaða máli skiptir það fyrir HSÍ eða "þjóðina" hvort þessi peningur safnar ryki ofan í skúffu eða að safnari eignast hann? Það skiptir augljóslega engu máli og HSÍ og þaðan af síður "þjóðin" ætti ekki að vera að skipta sér af einkamálum fólks. Maðurinn á peninginn.

Það var allt útlit fyrir að þetta mál fengi ánægjulega niðurstöðu. Sá sem seldi peninginn hefði geta veit sér og fjölskyldu sinn i meira en ella, kannski farið í ferð til útlanda eða endurnýjað bílinn. Safnarinn hefði fengið þennan fallega grip til að bæta í safnið. Núna getur verið að HSÍ fái peninginn "til umráða", sem þýðir væntanlega að hann fer ofan í skúffu hjá HSÍ, í staðinn fyrir að vera ofan í skúffu fyrri eiganda.

Ég á bágt með að sjá hvaða "gildi" það hefur fyrir þjóðina að þessi peningur skuli vera í eign HSÍ frekar en einhvers annars. HSÍ ætti að eyða tíma og peningum í eitthvað þarfara, til dæmis íþróttir fyrir börn.

Ég hef löngum haft skömm á þeim sem dýrka efnislega hluti. Þetta er dæmi um það þegar efnislegur hlutur öðlast eitthvað ímyndað gildi sem kemur fólki úr jafnvægi: "puts their knickers in a twist".


mbl.is HSÍ stöðvaði söluna á silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir mega eiga hann

Verði þeim að góðu sem kaupa og nota þessa síma. Ef þeir eiga 190 þúsund kall til að eyða í hann er það bara fínt. Sýnd að síðasti síminn sem var keyptur fyrir jafn ruglaða fjárhæð er núna orðinn úreltur.

Það besta við þessa síma er að þeir senda að öllum líkindum allar upplýsingar beint til leyniþjónustunnar í USA. Staðsetning, samtöl og myndir. Það kemur þeim sem nota þessa síma til góða, því stóri bróðir getur þá passað að þeir geri enga vitleysu og getur síðar meir notað upplýsingarnar til að stýra fólki á "rétta" braut...


mbl.is Er siðferðilega réttlætanlegt að eyða 190.000 kr. í iPhone 5?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband