30.6.2017 | 05:29
Hvenær koma piparmeyjarnar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2017 | 19:46
Ljótt er að heira
Jamm, þetta er leiðinlegt, en staðreyndin er sú að þeir sem fara inn i svínastíu eiga erfit með aö komast hjá því að verða skítugir. Þeir sem vilja ekki verða fyrir þessu ættu ekki að fara inn á svæði þar sem svona lagað fer fram.
![]() |
Hví senda giftir menn slík skilaboð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2016 | 05:31
Kominn tími til að hætta þessu
Er ekki nóg komið af þessari viltleisu? Kannabis á að gera löglegt og íslendingar eiga að hagnast á því að framleiða þetta efni og flytja út. Það má kannski íhuga að banna sterkari efni eins og alkóhól en það á að hætta að eyða allmanna fé í að eltast við þá sem rækta kannabis.
Kannabis gerir sumum sjúklingum mikið gagn og heldur niðri verkjum og vannlíðan. Því miður vilja yfirvöld frekar sólunda fé í að flytja inn dýr lyf sem gera oft á tíðum minna gagn.
"Nov 5 The Dutch are among the lowest users of marijuana or cannabis in Europe despite the Netherlands' well-known tolerance of the drug, according to a regional study published on Thursday. Among adults in the Netherlands, 5.4 percent used cannabis, compared with the European average of 6.8 percent, according to an annual report by the European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction, using latest available figures.
A higher percentage of adults in Italy, Spain, the Czech Republic and France took cannabis last year, the EU agency said, with the highest being Italy at 14.6 percent. Usage in Italy used to be among the lowest at below 10 percent a decade ago."
http://www.reuters.com/article/idUSL5730185
![]() |
Umfangsmiklar kannabisræktanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2016 | 08:48
Eiga að fá að ráða eigin líkama
Mér finnst að konur og karlar eigi að fá ráða eigin líkama og gera það sem þau vilja, svo fremi að það skaði ekki aðra.
Auðvitað á ég við að þeir sem neyða aðra til að selja líkama sinn og hagnast á því eru hinir verstu glæpamenn og ætti að refsa harðlega. Að sama skapi ætti að refsa þeim sem koma í veg fyrir að þeir sem vilja taka greiðslu fyrir eða greiða fyrir kynlíf fái að ráða eigin líkama. Það er skömm af því að mannréttindi skuli vera svo skammt á veg komin að fólk ráði ekki eigin líkama.
Hvað skyldu margir eða margar hafa verið dæmdar fyrir að bjóða einstaklingi af gangstæðu kyni út að borða, borgað allan reikninginn fyrir mat og drykk og síðan haft einnar nætur gaman? Ég fæ ekki betur séð en að slíkt athæfi sé ólöglegt, refsivert og að einstaklingar sem stundi slíkt eigi að vera dæmdir og lendi á sakaskrá, enda hafi þeir sannanlega greitt fyrir kynlíf.
![]() |
Umfangsmikil vændissala á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2016 | 19:54
Á nú fyrst að fara að rannsaka þetta?
Ég fagna þessum yfirlýsingum Sigmundar.
"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segist vilja að allar upplýsingar í tengslum við Panamaskjölin verði gerð opinber svo hægt sé að komast að raun um hverjir hafi staðið skil á sköttum til samfélagsins og hverjir hafi eitthvað að fela."
Hann verður þá væntanlega fyrstur til, og birtir "svokallaðar CFC skýrslur við skattaframtöl sín og eiginkonu sinnar, sem sýna fram á hvort gefnar hafi verið upplýsingar um eign í félaginu Wintris til skattayfirvalda."
Er það ekki svolítið skítlegt eðli, að þræta fyrst fyrir að hafa verið með hendina í kökuboxinu en þegar hann sjálfur er gripinn glóðvolgur, þá fyrst á að fara að rannsaka alla hina sem hafa stundað það sama?
![]() |
Vill láta birta öll Panamaskjölin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2016 | 02:13
Hvað er að því að fara út í geiminn?
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekkert í þessari umræðu. Er einhver ástæða til að skammast sín fyrir það að langa til að fara út í geiminn? Ríkt fólk notar peninga til að kaupa einkaþotur, hús á lúxus ströndum, glæsibíla og svo framvegis. Ef það vill nota peningana til að fara út í "outer space, so what"? Ætti hún frekar að eyða peningunum í skatta, til að styðja fátæklinga á fróni eða hvað?
![]() |
Sigmundur: Anna vildi ekki út í geim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2016 | 21:27
Hvar er Sjálfstæðisflokkurinn? Hvað heldur þessi plástur lengi?
Er sjálfstæðisflokkurinn alveg búinn að vera? Af hverju lætur hann þetta ganga yfir sig? Getur verið að almenningur sætti sig við að Sigmundur segi af sér í orði en ekki á borði og haldi áfram að vera forsætisráðerra með Sigurð sem málpípu? Ég trúi því ekki.
Ég get ekki betur séð en að það séu tveir raunhæfir kostir í þessari stöðu.
1. Að stjórnin fari strax frá og að efnt verði til kosninga.
2. Að Bjarni taki við forsætisráðherrastóli og að stjórnin vinni áfram.
Þetta hálfkák er engum til sóma.
Það sem Sigmundur ætti að vera að gera, í stað þess að vera með þetta sprikl er einfaldlega að birta gögn sem sanna að hann hefur talið réttilega fram til skatts og greitt rétta skatta. Hann hefur jú sjálfur sagt að hann hafi greitt skatta lögum samkvæmt. Ef það er satt, þá hefur hann enga ástæðu til að segja af sér.
Að lokum, Bjarni: "Grow a pair" eða snúði þér að einhverju öðru starfi sem hæfir þér betur.
![]() |
Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2015 | 17:59
Stríð gegn hryðjuverkum er gagnslaust
Stríð er hryðjuverk, ofbeldi getur af sér ofbeldi. Hélt einhver virkilega að vesturlönd gætu endalaust drepið fólk í miðausturlöndum og stutt við hryðjuverk án þess að stríðið kæmi heim til þeirra?
Ég reiðist því að fólk hafi verið myrt í París. Ég reiðist líka þegar fólk er myrt með fjarstýrðum flugvélum eða öðrum tólum í öðrum löndum. Til þess að koma á friði verðum við að leggja þetta að jöfnu og berjast gegn ofbeldi og glæpum, sama hvar það er og sama hver gerandinn er. Morð er morð, hvort sem morðinginn heitir Bush, Blair, Obama eða Jihadi John.
Bandaríkin hafa stundað svokallað "war on terror" í meira en 10 ár. Þetta eru ávextirnir og af þeim skuluð þér þekkja þá. "War IS terror." Að berjast gegn hryðjuverkum með stríði er eins og að berjast gegn offitu með því að borða stanslaust kökur. Það vinnur gegn tilgangi sínum.
Þeir sem bera ábyrgð á stríðinu í Írak bera mikla ábyrg á því að svona hefur farið. Þeir sem hafa stutt hryðjuvermenn í Sýrlandi bera einnig mikla ábyrgð.
Hvernig stöðvum við hryðjuverk? Með því að koma á friði og réttlæti í miðausturlöndum, þar með talið í Ísrael. Ekki með stríði.
![]() |
Heitir miskunnarlausu stríði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
17.9.2015 | 18:36
Vilt þú læra um Ísrael?
Langir þig til að heyra það sem þessi maður: "Miko Peled is from a famous and influential Israeli Zionist family and was born in Jerusalem. Miko's father was a famous general in the Israeli army. Miko too has served his time there. When his niece was killed in a Palestinian suicide bomb attack, his family surprisingly placed the blame squarely on the state of Israel. They believed it was the torture, violence and forced eviction from their homes that was driving." hefur að segja um ísrael?
Vinsamleg horfðu þá á og hlustaðu.
https://www.youtube.com/watch?v=etXAm-OylQQ
![]() |
Eldfjall sem spúir hatri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2015 | 19:08
Hvar var Karl þegar...?
Hvar ver þessi maður þegar Bandaríkjamenn voru með refsiagerðir gagnvart Írak sem kostuðu meira en 500.000 börn lífið?
Hvar var hann þegar Bretar of Bandaríkjamenn réðust ólöglega inn í sjálfstætt land, drápu mann og annan og bjuggu til jarðveg þar sem illgresi eins og ISIS þrífst?
Hvar var hann þegar bandaríkjamenn stunduðu pyntingar?
Hvar er hann þegar íslendingar eru í viðskiptum við Nígeriú þar sem spilling er landlæg og mannréttindi lítils virt?
Þessi listi gæti haldið áfram margar blaðsíður.
Karl: "Sagði hann að ef menn tækju eiginhagsmuni fram yfir heildarhagsmuni þá væri rétt að velta því fyrir sér hvort þeir væru bestu mennirnir til að fara með auðlindina og kallaði í leiðinni eftir að útflytjendur myndu sýna samfélagslega ábyrgð í þessu máli."
Annað hvort er Karl mesti hræsnari sem uppi hefur verið síðan ísland byggðist eða manna fáfróðastur um þá sem íslendingar eru í viðskiptum við, og hafa verið í viðskiptum við um áratugi.
Að versla við rússa eru heildarhagsmunir. Sjálfstæði íslendinga og réttur til að ráða sínum málum sjálfir eru heildarhagsmunir. Hvernig heldur þessi maður að íslendingar hafi efni á því að kaupa lyf og tæki til lækninga? Hvernig heldur hann að íslendingar hafi efni á að greiða laun stjórnmálamanna?
![]() |
Enginn skortur á „stórgrósserum“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)