Er ekki kominn tími til að hætta þessu?

Nú hefur verið sannreynt að omicron afbrigðið er vægari og meira smitandi en fyrri afbrigði og er lítil ógn. Skiptir einhverju máli hvort fólk sé smitað af þessu eða ekki? Það munu allir fá þetta fyrr eða síðar og sem betur fer virðist þetta marka endalok faraldsins. 

Maðurinn er skeppna sem fylgir fjöldanum og gerir hluti af gömlum vana. Stundum gleymir fólk að hugsa um hvað það er raunverulega að gera og hver tilgangurinn er. Var verið að eltast við fólk sem var með flensu og heimta að það fari í einangrun ef það greinist með hana? Nei, því kostnaður og tap af þessháttar aðgerðum er meiri en að leifa fólki einfaldlega að halda áfram að lifa venjulega.

Ættir þú, kæri lesandi að fara í Covid próf? Til hvers? Svo að þú verðir lokaður inni? Hefur það einhvern tilgang, kemur það í veg fyrir að annað fólk verði smitað? Nei, það smitast fyrr eða síðar hvort sem er.

Það er kominn tími til að hætta þessu.


mbl.is 836 smit innanlands – enn eitt metið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem hefur verið sannreynt er að omicron afbrigðið er vægara og meira smitandi en fyrri afbrigði og er minni ógn. Delta afbrigðið er samt ekkert farið. Og töluverður fjöldi lendir samt á spítala og einhverjir munu deyja, sama hvort afbrigðið þeir fá. Sérstaklega ef margir smitast á sama tíma og heilbrigðiskerfið ræður ekki við að meðhöndla alla sem þurfa sjúkrahúsinnlögn, eins og stefnir í.

Í þessari og næstu viku verður Landspítalinn í því að afboða aðgerðir, loka deildum og senda sjúklinga á sjúkrahúsin á Akureyri, Ísafirði, Blönduós, Keflavík, Akranesi o.s.frv. Og þetta er bara byrjunin á omicron bylgjunni með delta enn til staðar.

Eigum við að hætta þessu? Það kostar einhverja lífið að hætta. Hvað er ásættanlegt að margir deyi til að forða okkur frá óþægindum?

Glúmm (IP-tala skráð) 29.12.2021 kl. 00:27

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir innlitið. Ég held að hræðsla og panik valdi meira tjóni en skynsemi og dómgreind. Kannski er ástæðulaust að senda fólk sem vinnur á spítölum heim vegna þess að það er með flensu... 

Hörður Þórðarson, 29.12.2021 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband