Stríð gegn hryðjuverkum er gagnslaust

Stríð er hryðjuverk, ofbeldi getur af sér ofbeldi. Hélt einhver virkilega að vesturlönd gætu endalaust drepið fólk í miðausturlöndum og stutt við hryðjuverk án þess að stríðið kæmi heim til þeirra?

Ég reiðist því að fólk hafi verið myrt í París. Ég reiðist líka þegar fólk er myrt með fjarstýrðum flugvélum eða öðrum tólum í öðrum löndum. Til þess að koma á friði verðum við að leggja þetta að jöfnu og berjast gegn ofbeldi og glæpum, sama hvar það er og sama hver gerandinn er. Morð er morð, hvort sem morðinginn heitir Bush, Blair, Obama eða Jihadi John.

Bandaríkin hafa stundað svokallað "war on terror" í meira en 10 ár. Þetta eru ávextirnir og af þeim skuluð þér þekkja þá. "War IS terror." Að berjast gegn hryðjuverkum með stríði er eins og að berjast gegn offitu með því að borða stanslaust kökur. Það vinnur gegn tilgangi sínum.

Þeir sem bera ábyrgð á stríðinu í Írak bera mikla ábyrg á því að svona hefur farið. Þeir sem hafa stutt hryðjuvermenn í Sýrlandi bera einnig mikla ábyrgð.

Hvernig stöðvum við hryðjuverk? Með því að koma á friði og réttlæti í miðausturlöndum, þar með talið í Ísrael. Ekki með stríði.

 


mbl.is Heitir miskunnarlausu stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband