30.3.2015 | 19:18
Welcome to the real world
"Það er ekki eðlilegt að umsækjendur að starfi séu metnir vegna kyns eða útlits umfram raunverulegrar getu til að sinna því starfi sem sótt er um"
Það er víst eðlilegt og það fer algerlega eftir því starfi sem um er að ræða. Ef ég er til dæmis að selja einhverja vöru, þá myndi ég ekki velja sölufólk án tillits til kyns eða útlits. Sumar vörur er auðveldast að selja ef sætir strákar eru sölumenn en aðrar eru léttari í sölu ef sætar stelpur selja þær. Svona er þetta bara, hvort sem fólki líkar það betur eða verr.
Þetta er staðreynd og það er einfaldlega barnaskapur og fíflaganur að reyna að halda öðru fram. Konur gera suma hluti betur en karlar og öfugt. "Vive la defference"!
![]() |
Áhyggjur af kynjuðum útlitsstöðlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2015 | 07:23
Kleppsvinna
Þetta minnir á geðveikrahæli þar sem sjúklingarnir fengu þá vinnu að færa sand fram og tilbaka milli staða. Þegar einhver þeirra sá að þetta var fullkomlega tilgangslaust var hann útskrifaður, enda nú talinn heill á geði.
Er ekki kominn tími til að hætta þessari sturlun? Ef ég ætti heima í Vestmannaeyjum myndi ég helst vilja að þessari viltleisu væri hætt. Í staðinn væri stofnaður sjóður og greitt í hann jafn miklum peningum og núna er eytt í að moka sandi. Síðan yrði þessum peningum skipt jafnt niður á eyjamenn og þeir fengju greitt úr sjóðnum einu sinni á ári.
Þetta yrði ágætis skaðabót fyrir lélegar samgöngur og sá stjórnmálamaður sem kæmi þessi kerfi á gæti kannski notað það til að kaupa eitthvað af atkvæðum.
![]() |
Höfnin er stútfull af sandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2015 | 17:09
5 einkenni dækjunnar?
Ég hlakka til að sjá frétt um 5 einkenni dækjunnar. En bíddu við, kannski væri þannig frétt ekki mjög PC... Hvernig skyldi stand á því að það er allt í lagi að tala svona um karlmenn en ekki konur?
Ég skora á Smartland. Þetta liti svona út:
Þær eru kallaðar sjálfsdýrkendur, narsissitar, dækjur, karlabósar, karlaakonur... Í stuttu máli; konur sem meina ekkert með þessu, eru aðeins að reyna að komast yfir sem flesta karla til að draga úr eigin ómeðviðtaða óöryggi.
Þetta er vitað mál: Ef það er á allra vörum að hún sé dækja þá skaltu ekki halda mikið lengra. Sumar konur breytast en fæstar gera það. Ef hún er með slóð af svekktum strákum á bak við sig þá eru ekki miklar líkur á því að þú sért að fara að breyta þessu. Sparaðu bæði tímann og orkuna og láttu hana bara róa.
Er ekki kominn tími til að báðum kynjum sé gert jafn hátt undir höfði? Ég bara spyr, er þetta ekki 2015?
![]() |
5 einkenni flagarans - Hann er bara að nota þig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2015 | 19:58
Verðbólguþjóðfélag
Á Íslandi er hugunarháttur fólks ennþá í verðbólgu farinu og verður líklega áfram. Ég sé ekkert sem bendir til þess að fólk komist upp úr því fari. Í flestum köndum þykir mikið að krefjast 5% launahækkana en á Íslandi er það 50%. Hvaða afleiðingar hefur þessi hugsunarháttur?
1. Verðbólgan fer að stað.
2. Vextir á óvertryggðum lánum hækka gríðarlega.
3. Ekki er hægt að taka upp gjaldmiðil á borð við efru vegna þess að aginn sem þarf til þess er ekki fyrir hendi. Laun myndu líklega halda áfram að hækka í efrum, atvinnurekendur hefðu ekki efni á að greiða launin og atvinnuleysi yrði afleyðingin. Svona er þetta til dæmis á Spáni.
Laun hækka um 50%, verðlag um %50 og lán um 56% en er það svona sem fólk vill hafa hlutina? Hjakka alltaf í sama farinu.
![]() |
Alvarleg staða blasir við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2015 | 18:27
Okurlán
Þetta eru okurlán og ég ráðlegg námsmönnum og vandamönnum þeirra að forðast þetta eins og heitan eldinn. Ég ráðlegg fólki frekar að fá sér vinnu með námi, taka lán hjá LÍN og lifa eins sparlega og kostur er. Annars verður erfitt að koma undir sig fótunum að námi loknu, ég tala nú ekki um ef eitthvað verður til þess að námsmaðurinn verður að hætta í námi.
![]() |
Ekki í samkeppni við LÍN |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2015 | 18:14
Hvar eru kuldatrúarmenn?
Vonandi koma einhverjir gáfaðir kuldatrúarmenn og leiðrétta það sem fram kemur í þessari frétt. Mig langar til að sjá rök þeirra.
Vonandi eru þau betri en þau sem sumir skrýtnir fuglar hafa sett fram, að ekki geti verið um að ræða hlýnun af mannavöldum núna vegna þess að veðurfar hefur breyst á jörðinni áður, og þá voru þær breytingar að sjálfsögðu ekki af mannavöldum. Röksemdafærsla af því tagi er varla sæmandi þeim sem komnir eru upp úr barnaskóla.
![]() |
Jörðin verður annar staður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)