27.6.2012 | 20:21
Mestu mistök Íslandssögunnar?
Vonandi verður þetta mál skoðað ofan í kjölinn. Ég fæ ekki betur séð en að sú ákvörðun að selja bankana hafi verið mestu fjármálamistök Íslandssögunnar. Getur einhver bent á stærri? Það þarf að skoða þetta mál mjög vandlega svo að mistök á borð við þessi verði ekki endurtekin. Það þarf líka að skoða hvort einhverjir hafi hagnast óeðlilega á þessum ósköpum.
Mér finnst erfitt að sjá hvort um er að ræða mistök eða hvort einhver glæpsamlegur ásetningur hafi staðið að baki þegar bankarnir voru seldir. Glæpsamlegur í þeim skilningi að einhverjum aðilum hafi verið færð verðmæti sem voru í eigu ríkisins með óeðlilegum hætti. Eftirfarandi spurningar vakna.
1. Voru bankarnir boðnir út til sölu með eðlilegum hætti eða var einhverjum kaupendum gert hærra undir höfði en öðrum? Ef svo er, hver er skýringin?
2. Gerði seljandinn, ríkið ráðstafanir til að tryggja að þeir sem keyptu þessa banka væri aðilar sem hefðu þekkingu, ábyrgð og síðast en ekki síst fjárhagslegt bolmagn til að tryggja öruggan rekstur í framtíðinni? Ef ekki, af hverju ekki? Ef ekki, hver er ábyrgur?
3. Högnuðust einhverjir óeðlilega á þessu?
4. Af hverju kjósa einhverjir ennþá stjórnmálaflokk sem var við stjórnvölin þegar þessi mistök voru gerð og er enn ekki búinn að gera upp við þessa fortíð? Finnst þeim gott að þjást?
![]() |
Töpuðu 267,2 milljörðum króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.6.2012 | 19:39
Kína eða Tíbet?
Getur einhver hjálpað mér að skilja þessa frétt. Hvað voru þessir ungu Tíbetar að gera á afskektu svæði í norðvesturhluta Kína? Kína er stórt land. Væri ekki hægt að vera aðeins nákvæmari og nefna einhver kennileiti til þess að hægt væri að átta sig á því hvar þetta er? Er hugsanlegt að fréttamaðurinn hafi verið að tala um norðvesturhluta Tíbet?
![]() |
Tveir Tíbetar kveiktu í sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2012 | 07:09
Bíddu nú við...
Vill einhver spyrja vitringana í bankasýslu ríkisins hversu mikið fékkst fyrir bankana þegar upp er staðið? Ég legg þetta dæmi fyrir þá spekinga. Ef ég tek 1000 milljarða að láni hjá bankanum til að kaupa bankann og borga síðan 1000 milljarða fyrir bankann en ekki krónu af láninu, hvað hef ég þá í raun greitt fyrir bankann? 1000 milljarða eða núll krónur?
![]() |
Fengu sanngjarnt verð fyrir bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2012 | 19:21
Jafnrétti stundum, fyrir suma?
Hvort vill fólk jafnrétti kynjanna eða ekki?
"Að sögn Inga tekst ekki að jafna kynjahlutföllin á þennan hátt, því að undanfarin ár hafa stelpur verið 60% nýnema í skólanum"
Er það jafnrétti? Ég sé ekki betur en hallað sé á strákana. Það er margsannað að stúlkur þrokast hraðar en strákar og þess vegna kemur ekki á óvart að:
"Það er erfitt að nefna tiltekna lágmarkseinkunn en við röðum umsækjendum upp og tökum svo efstu 260 inn í skólann. Í þeim hópi eru stelpur í miklum meirihluta, segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans."
Stúlkurnar eru í "miklum meirihluta" þeirra efstu. Ef þessu væru öfugt farið og 60% nýnema væru strákar, hvað myndi þá "móðir stúlku" segja? Húin myndi jú auðvitað láta öllum illum látum og væla og veina um að það þyrfti að vera jafnrétti meðal kynjanna og að skólinn ætti að taka inn 50% stráka og 50% stelpur, alveg óháð einkunnum.
Annað hvort er jafnrétti kynjanna á Íslandi eða ekki. Það er ekkert annað en hræsni að vilja jafnrétti og kynjakvóta en bara þegar það er öðru kyninu í hag. Þegar hallað er á konur með einhverjum hætti þykir alveg sjálfsagt að hafa reglur og kvóta til að vega upp misræmið. Af hverju er það ekki alveg eins sjálfsagt þegar hallað er á karlmenn?
Karlar ættu að standa upp gegn þessu misrétti og heimta að jafn margir strákar fái ingöngu í Versló og stelpur. Ég veit að komur myndu rísa upp ef þessu væri öfugt farið. Getur verið að karlmenn séu að verða annars flokks?
![]() |
Strákum duga lægri einkunnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2012 | 17:57
Tær snilld
Til hamingju, Diljá með það að hrista af þér hlekkina. Er þetta ekki betra en að strita við að vinna og spara peninga? Ríkið tekur þá bara. Fjármagnstekjuskattur, auðlegðarskattur, hátekjuskattur, virðisaukskattur, eignaskattur, fasteignagjald, bifreiðaskattur.... Það er miklu betra að nota það sem maður á og njóta lífsins. Þegar þú kemur til baka átt þú ekkert og þeir sem eru í þannig stöðu eiga jú rétt á alls konar fyrirgreiðslu frá ríkinu sem er lokuð fólki sem leggur til samneyslunnar, á eignir og hefur tekjur.
Kerfið hvetur til þess að sem flestir geri slíkt hið sama og vona ég að þeir hafi kjark til að gera það. Njóttu þess, Diljá og til hamingju með að nota þínar eignir í eitthvað sem þig langar til að gera í stað þess að láta Steingrím smám saman hirða allt af þér. Er ekki betra að "vera á flottu hóteli á fagurri eyju og fá kannski nudd daglega" en að strita myrkranna á milli á klakanum og sjá síðan allan ávöxt erfiðisins hverfa í ríkiskassann?
Ég reikna með því að fleiri fari að átta sig á þessum sannleik og fari að njóta lífsins í stað þess að þræla fyrir ríkið.
![]() |
Seldi íbúð, sagði upp vinnu og fer á flakk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)