18.7.2013 | 06:49
Vísitölubundin laun = verðbólga
Það er endalaust hægt að "leiðrétta" laun "með tilliti til vísitöluþróunar". Þetta hefur verið gert áður og leiddi til hringavitleysu, meira en 100% verðbólgu. Eina leiðin til þess að hækka þessi laun um 10 til 20% er að hækka skatta á ALLA (tekjur ríkisins), þá sem eru í þessum bandalögum og aðra. Þá hækkar verðlag og það er jú verðbólga. Verðlag hækkar þá kannski um 20%. Hvað gerist næst? Þessi bandalög heimta leiðréttingu og hringavitleysan hefst á ný. Á meðan hækka öll verðtryggð lán tilsvarandi og vextir á óvertryggðum lánum skjótast upp í hæstu hæðir, lántakendum til mikillar gleði.
Þeir sem einhverja glóru hafa í hausnum vita þetta. Ég býst við að þessir "formenn" hafi ekki verið fæddir í gær svo ég tek það þannig að þessar kröfur séu ekkert annað en sýndarleikur.
Ég veit ekki betur en að laun á Íslandi hafi almennt ekki haldið "í við verðlagsþróun" nýlega. Þannig fer jú þegar efnahagur landsins hrynur (vonandi tóku þessir formenn eftir hruninu).
Ef þessu félög halda að þau verði eitthvað betur sett ef ríkið fer að prenta peninga til þess að uppfylla kröfur sem engin innistæða er fyrir held ég að þau fari villur vega. Kannski vilja þeir að ríkisstarfsmönnum og forstöðumönnum ríkisstofnana verði fækkað um 20% eða svo til þess að hægt verði að hækka laun þeirra sem eftir setja. Hvað eiga þá þeir sem missa vinnuna að fara að gera? Verka fisk? Ég bara spyr...
![]() |
Krefjast leiðréttingar launa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2013 | 22:01
Til hamingju
![]() |
Aníta varð heimsmeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2013 | 03:48
Hvað með foreldrana? Bera þeir enga ábyrgð?
Þessi piltur gengur um og lemur fólk. Fæddist hann svona eða fór eitthvað úrskeiðis í uppeldinu? Bera foreldrarnir enga ábyrgð á þessu? Höfðu þau engan tíma til að sýna þessum pilti ást og umhyggju og kenna honum rétt og rangt? Voru þau kannski of upptekin við að dansa kringum gullkálfinn og hlaða niður enn fleiri börnum?
Maður veltir því reyndar fyrir sér hvers vegna fólk sem hefur ekki tíma fyrir börnin sín er að eignast börn yfirleitt. Kannski er það tíska, rétt eins og að fá sér tattú nú á dögum...
![]() |
Piltur ræðst ítrekað á annað fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)