Hvar var Karl þegar...?

Hvar ver þessi maður þegar Bandaríkjamenn voru með refsiagerðir gagnvart Írak sem kostuðu meira en 500.000 börn lífið?

Hvar var hann þegar Bretar of Bandaríkjamenn réðust ólöglega inn í sjálfstætt land, drápu mann og annan og bjuggu til jarðveg þar sem illgresi eins og ISIS þrífst?

Hvar var hann þegar bandaríkjamenn stunduðu pyntingar?

Hvar er hann þegar íslendingar eru í viðskiptum við Nígeriú þar sem spilling er landlæg og mannréttindi lítils virt?

Þessi listi gæti haldið áfram margar blaðsíður.

 

Karl: "Sagði hann að ef menn tækju eig­in­hags­muni fram yfir heild­ar­hags­muni þá væri rétt að velta því fyr­ir sér hvort þeir væru bestu menn­irn­ir til að fara með auðlind­ina og kallaði í leiðinni eft­ir að út­flytj­end­ur myndu sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í þessu máli."

Annað hvort er Karl mesti hræsnari sem uppi hefur verið síðan ísland byggðist eða manna fáfróðastur um þá sem íslendingar eru í viðskiptum við, og hafa verið í viðskiptum við um áratugi.

Að versla við rússa eru heildarhagsmunir. Sjálfstæði íslendinga og réttur til að ráða sínum  málum sjálfir eru heildarhagsmunir. Hvernig heldur þessi maður að íslendingar hafi efni á því að kaupa lyf og tæki til lækninga? Hvernig heldur hann að íslendingar hafi efni á að greiða laun stjórnmálamanna?


mbl.is Enginn skortur á „stórgrósserum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegur auli

"Aðspurður hvort það komi til greina að draga til baka stuðning Íslands við aðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins og vest­ur­velda gegn Rússlandi seg­ir Gunn­ar það ekki koma til greina. „Ég get ekki séð að það sé val­kost­ur. Það er eng­in til­laga kom­in fram í rík­is­stjórn fram að þessu og ekki held­ur í ut­an­rík­is­mála­nefnd. Þannig að það er ein­hug­ur að þetta sé með þess­um hætti."

Það hefur sem sagt enginn nennt að gera neitt og þess vegna er "einhugur" um að halda áfram að gera ekki neitt. Þetta eru rökin... Engar frekari skýringar. Hvernig væri að þessir letingjar verði settir í vegavinnu eða eitthvað álíka og þeir sem vilja vinna að því að tryggja hagsmuni íslensku þjóðarinnar fái að sinna þessum málum.

Íslendingar verða að gera það upp við sig hvort þeir vilja refsa rússum eða ekki, rökstyðja það og tilgreina hvað þarf að gerast til að refisaðgerðunum verði aflétt. Í leiðinni mætti útskýra hvers vegna þeim þjóðum sem ráðast ölöglega inn í aðrar og steypa þar stjórnvölum er ekki refsað og hvers vegna þeim sem myrða fólk um víðan völl með fjarstýrðum flugvélum er ekki refsað. Mér þætti gaman að vita það.

Í fullri alvöru, þá ætti 300 þúsund manna þjóð að huga fyrst að sínum eigin hagsmunum en ekki vera að elta einhverja aðra, af því bara eða af því að enginn hefur hingað til nennt að gera neitt..


mbl.is Vill að bandamenn bregðist við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband