Færsluflokkur: Bloggar

Hvar er Sjálfstæðisflokkurinn? Hvað heldur þessi plástur lengi?

Er sjálfstæðisflokkurinn alveg búinn að vera? Af hverju lætur hann þetta ganga yfir sig? Getur verið að almenningur sætti sig við að Sigmundur segi af sér í orði en ekki á borði og haldi áfram að vera forsætisráðerra með Sigurð sem málpípu? Ég trúi því ekki.

Ég get ekki betur séð en að það séu tveir raunhæfir kostir í þessari stöðu.

1. Að stjórnin fari strax frá og að efnt verði til kosninga.

2. Að Bjarni taki við forsætisráðherrastóli og að stjórnin vinni áfram.

Þetta hálfkák er engum til sóma.

Það sem Sigmundur ætti að vera að gera, í stað þess að vera með þetta sprikl er einfaldlega að birta gögn sem sanna að hann hefur talið réttilega fram til skatts og greitt rétta skatta. Hann hefur jú sjálfur sagt að hann hafi greitt skatta lögum samkvæmt. Ef það er satt, þá hefur hann enga ástæðu til að segja af sér.

Að lokum, Bjarni: "Grow a pair" eða snúði þér að einhverju öðru starfi sem hæfir þér betur.


mbl.is Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríð gegn hryðjuverkum er gagnslaust

Stríð er hryðjuverk, ofbeldi getur af sér ofbeldi. Hélt einhver virkilega að vesturlönd gætu endalaust drepið fólk í miðausturlöndum og stutt við hryðjuverk án þess að stríðið kæmi heim til þeirra?

Ég reiðist því að fólk hafi verið myrt í París. Ég reiðist líka þegar fólk er myrt með fjarstýrðum flugvélum eða öðrum tólum í öðrum löndum. Til þess að koma á friði verðum við að leggja þetta að jöfnu og berjast gegn ofbeldi og glæpum, sama hvar það er og sama hver gerandinn er. Morð er morð, hvort sem morðinginn heitir Bush, Blair, Obama eða Jihadi John.

Bandaríkin hafa stundað svokallað "war on terror" í meira en 10 ár. Þetta eru ávextirnir og af þeim skuluð þér þekkja þá. "War IS terror." Að berjast gegn hryðjuverkum með stríði er eins og að berjast gegn offitu með því að borða stanslaust kökur. Það vinnur gegn tilgangi sínum.

Þeir sem bera ábyrgð á stríðinu í Írak bera mikla ábyrg á því að svona hefur farið. Þeir sem hafa stutt hryðjuvermenn í Sýrlandi bera einnig mikla ábyrgð.

Hvernig stöðvum við hryðjuverk? Með því að koma á friði og réttlæti í miðausturlöndum, þar með talið í Ísrael. Ekki með stríði.

 


mbl.is Heitir miskunnarlausu stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilt þú læra um Ísrael?

Langir þig til að heyra það sem þessi maður: "Miko Peled is from a famous and influential Israeli Zionist family and was born in Jerusalem. Miko's father was a famous general in the Israeli army. Miko too has served his time there. When his niece was killed in a Palestinian suicide bomb attack, his family surprisingly placed the blame squarely on the state of Israel. They believed it was the torture, violence and forced eviction from their homes that was driving." hefur að segja um ísrael? 

Vinsamleg horfðu þá á og hlustaðu.

https://www.youtube.com/watch?v=etXAm-OylQQ

 


mbl.is Eldfjall sem spúir hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar var Karl þegar...?

Hvar ver þessi maður þegar Bandaríkjamenn voru með refsiagerðir gagnvart Írak sem kostuðu meira en 500.000 börn lífið?

Hvar var hann þegar Bretar of Bandaríkjamenn réðust ólöglega inn í sjálfstætt land, drápu mann og annan og bjuggu til jarðveg þar sem illgresi eins og ISIS þrífst?

Hvar var hann þegar bandaríkjamenn stunduðu pyntingar?

Hvar er hann þegar íslendingar eru í viðskiptum við Nígeriú þar sem spilling er landlæg og mannréttindi lítils virt?

Þessi listi gæti haldið áfram margar blaðsíður.

 

Karl: "Sagði hann að ef menn tækju eig­in­hags­muni fram yfir heild­ar­hags­muni þá væri rétt að velta því fyr­ir sér hvort þeir væru bestu menn­irn­ir til að fara með auðlind­ina og kallaði í leiðinni eft­ir að út­flytj­end­ur myndu sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í þessu máli."

Annað hvort er Karl mesti hræsnari sem uppi hefur verið síðan ísland byggðist eða manna fáfróðastur um þá sem íslendingar eru í viðskiptum við, og hafa verið í viðskiptum við um áratugi.

Að versla við rússa eru heildarhagsmunir. Sjálfstæði íslendinga og réttur til að ráða sínum  málum sjálfir eru heildarhagsmunir. Hvernig heldur þessi maður að íslendingar hafi efni á því að kaupa lyf og tæki til lækninga? Hvernig heldur hann að íslendingar hafi efni á að greiða laun stjórnmálamanna?


mbl.is Enginn skortur á „stórgrósserum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegur auli

"Aðspurður hvort það komi til greina að draga til baka stuðning Íslands við aðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins og vest­ur­velda gegn Rússlandi seg­ir Gunn­ar það ekki koma til greina. „Ég get ekki séð að það sé val­kost­ur. Það er eng­in til­laga kom­in fram í rík­is­stjórn fram að þessu og ekki held­ur í ut­an­rík­is­mála­nefnd. Þannig að það er ein­hug­ur að þetta sé með þess­um hætti."

Það hefur sem sagt enginn nennt að gera neitt og þess vegna er "einhugur" um að halda áfram að gera ekki neitt. Þetta eru rökin... Engar frekari skýringar. Hvernig væri að þessir letingjar verði settir í vegavinnu eða eitthvað álíka og þeir sem vilja vinna að því að tryggja hagsmuni íslensku þjóðarinnar fái að sinna þessum málum.

Íslendingar verða að gera það upp við sig hvort þeir vilja refsa rússum eða ekki, rökstyðja það og tilgreina hvað þarf að gerast til að refisaðgerðunum verði aflétt. Í leiðinni mætti útskýra hvers vegna þeim þjóðum sem ráðast ölöglega inn í aðrar og steypa þar stjórnvölum er ekki refsað og hvers vegna þeim sem myrða fólk um víðan völl með fjarstýrðum flugvélum er ekki refsað. Mér þætti gaman að vita það.

Í fullri alvöru, þá ætti 300 þúsund manna þjóð að huga fyrst að sínum eigin hagsmunum en ekki vera að elta einhverja aðra, af því bara eða af því að enginn hefur hingað til nennt að gera neitt..


mbl.is Vill að bandamenn bregðist við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Cost/Benefit" ?

Vonandi hefur þetta apparat allt verið ransakað út frá því hvað þetta kostar og hvaða árangur næst fyrir peningana. Hvað kostar þetta og hvað hafa þeir stoppað marga terrórista?

Eg hef ferðast vítt og breitt um heiminn. Sums staðar hef ég gengið inn í flugvélar án þess að sýna svo mikið sem skilríki. Annars staðar hef ég þurft að fara úr skóm, belti og jakka og gegnumlýsa allt þegar ég fór inn í vél og síðan AFTUR þegar ég kom á flugvöll þar sem ég var í transit. Þvílík geðveik sóun á tíma og penigum.

Ef þeir eyddu helminginn af þessum peningum í það að rannsaka hryðjuverk og koma í veg fyrir þau áður en þau gerast og markvissa öryggisleit á flugvöllum þar sem einstaklingar sem gætu verið hættulegir eru skoðaðar í stað þess að taka fyrir hvern einasta afa og ömmu eins og núna er gert, þá fyndist mér að ég væri öruggari.

Síðan væri hægt að eyða hinum helmingnum af peningunum í heilbrigðiskerfið.


mbl.is Biðraðir vegna tafa við öryggishlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppskript að eymd

Gríska þjóðin er búin að tjá sig um þetta. "What part of no to austerity don´t they understand?" Ég bara spyr. Dettur einhverjum í hug að ástandið á Grikklandi batni við það að hækka skatta á fyrirtæki og ferðamenn? Halda þeir að fyrirtæki vaxi og dafni og að fleiri atvinnulausir verði ráðnir í vinnu? Getur verið að þeir séu svona vitlausir? Þetta er augljóslega uppskript að frekari kreppu og auknu atvinnuleysi.

Hvað ætla þeir að kvelja sig lengi með því að rembast við að halda í evru? Það hefur fyrir löngu komið í ljós að Grikkir eru betur settir með eigin gjaldmiðil.

Gríska þjóðin sagði nei og nei þýðir nei. Er ekki kominn tími til að stjórnmálamenn fari að hlusta?


mbl.is Niðurskurðarhnífurinn reiddur til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegt að sjá hvað stærðfræðigetan hefur aukist mikið!

Mikið er ég ánægður fyrir hönd íslenskra skólanema að einkunnir þeirra í stærðfræði, og þar með væntanlega geta þeirra hefur aukist svona mikið. Stórkostlegt...

Í sannleika sagt, þá á ég ekki orð yfir þennan skrípaleik. Skólanemum var gerður þvílíkur grikkur þegar samræmdu prófin voru lögð af að jafna má við glæp gegn þeim og þeirra framtíð. Núna geta lélegir kennarar og skólar búið til próf og niðurstöður sem líta vel út á pappírnum þegar allt er raunverulega í kalda koli.

Nemendur og forráðamenn þeirra eiga að heimta samræmd próf sem sýna á sanngjarnan hátt hvar þeir standa, hvernig skólinn hefur staðið sig og ekki síst menntaskólum sem þessir nemendur sækja í hver raunveruleg staða þeirra er.

Verzlunarskólinn ætti með réttu ekki að taka neitt mark á þessum uppsprengdu gervieinkunum og hann ætti að hafa inntökupróf. Það væri sangjarnt. Þá myndi líka koma í ljós hvaða skólar og hvaða kennarar standa sig illa og í framhaldi er hægt að aðstoða þá svo að þeir geti bætt sig og veitt nemendum þá menntun sem þeir eiga rétt á.


mbl.is Hafnað með yfir 9 í einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MH370 er ekki á hafsbotni

Þetta er það langsóttasta sem ég hef séð. Flugvélin getur ekki hafa lent í hafinu. Það hefði fundist brak úr henni ef svo hefði verið. Hún lenti einhvers staðar.

Hvar lenti hún? Hvert gat hún farið án þess að vart verði við hana? Diego Garcia.

Hvers vegna? Skoðaðu það sjálf(ur). Leit að MH370, Diego Garcia, Freescale og Carlyle Group kemur þér á sporið.


mbl.is Stærðfræðingar með kenningu um dularfulla flugvélahvarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúi þessu varla

Getur verið að bændur viti ekki hvað búpeningur þeirra þarf mikla næringu?

Þetta er furðulegt og vonandi komast menn að því hverjar orsakirnar eru.

 


mbl.is Ær drepast í stórum stíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband