Færsluflokkur: Bílar og akstur

Hollt fyrir heilann að hjóla

Vil benda á að það er ekki bara gaman að hjóla, heldur eflir það heilastarfsemina. Þeir sem hjóla reglulega eru skarpari og gera síður mistök í starfi en þeir sem hírast inni í bifreiðum. Nota bene, ég er að tala um "alvöru hjól".

Japanskur vísindamaður nokkur hefur komist að þessari stórmerkileg niðurstöðu.:

 "In a convenient and easy environment, the human mind and body get used to setting the hurdle low," he warned. "Our final conclusion is that riding motorcycles can lead to smart ageing."

http://news.yahoo.com/s/afp/20090304/hl_afp/lifestylehealthjapanmotorcycles_20090304110821


Út að hjóla

Hér á Nýja Sjálandi er mikil og góð vélhjólamenning. Margar skemmtilegar leiðir að fara og góður félagskapur. Ég er ný kominn heim úr einni slíkri. Þarna gefst kostur á að spjalla við aðra vélhjólamenn um kosti og galla mismunandi hjóla, og ýmis atriði tengd akstri.

Í dag var farið yfir skarð sem liggur í um 550m hæð yfir sjávamáli. Vegurinn hlykkjast langar leiðir í eintómum beygjum og er fátt jafn skemmtilegt og að hjóla þessa leið.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband