Færsluflokkur: Trúmál

Sannleikur og lýgi

Ert þú lifandi eða dauður? Vakir þú eða sefur? Þræll eða sjálfs þíns herra?

Úr ágætri bók Don Miguel og Don Jose Ruiz, "The Fifth Agreement":

"Í sögunni um Adam og Evu er talað um samskipti þeirra við snák þann sem bjó í tré sannleikans. Snákurinn var fallinn engill sem talaði tungum tveim. Hann var prins lyganna en Adam og Eva voru sakleysingjar. Snákurinn sagði við okkur: "Viljið þið vera eins og Guð?" Einföld spurning, en í spurningunni felst lýgi. Ef við hefðum sagt nei takk, við erum Guð. Þá værum við ennþá í paradís. Við svöruðum hins vegar: "Já, okkur langar til að vera eins og Guð". Við sáum ekki lýgina, við bitum í ávöxtinn og við létum lífið."

Þegar við trúum þessari lýgi förum við að leita að Guði. Við þurfum kirkjur og presta til að komast í samband við hann. Við þurfum að fórna og þjást. Lýgin heldur áfram að vinda upp á sig.

Vaknaðu upp frá þessum vonda draumi og vertu velkominn í paradís. Eini sannleikurinn sem þú þarft að vita er að sjónarspil lífsins er í eðli sínu fullkomið. Við erum hins vegar meistarar í þeirri list að gera lífið að helvíti með þeim lygum sem við segjum okkur sjálfum. Ef þú gerðir eitthvað slæmt á lífsleiðinni eða einhver gerði þér eitthvað, þá gerðist það þá. Það gerðist og það var sárt. Núna er það hins vegar ekkert annað en vondur draumur. Réttlæti felur það í sér að þú borgir fyrir þau mistök sem þú hefur gert, einu sinni. Þér er misboðið og þú þjáist, einu sinni. Þú ert búinn að borga, svo hættu því núna. Réttlætinu hefur verið fullnægt. Fortíðin er í rauninni lýgi.

Vaknaðu, og hættu að ljúga.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband