Zen og tebollinn

Virtur háskóla prófessor heimsótti eitt sinn Zen meistara til að spyrja hann út í Zen.

Meistarinn gaf prófessornum te. Hann helti í bollann en en hét síðan áfram að hella, jafnvel þegar bollinn var fullur.

Prófessorinn gat ekki stilt sig um að segja, hættu að hella, bollinn er yfirfullur!

Meistarinn sagði þá, á sama hátt og þessi bolli er yfirfullur, þá ert þú yfirfullur af tilgátum og fordómum. Hernig get ég sýnt þér Zen ef þú tæmir ekki bollan þinn fyrst?


Hafa þeir ekkert betra við tímann að gera?

Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna íslendingar þurfa að borga 63 þingmönnum laun og síðar eftirlaun. Nú er svarið komið. Þeir eru svona margir til að þeir geti framleitt meira bull.

Að hafa meira ljós á morgnana er hið besta mál. Þeir virðast samt hafa gleymt að þessu fylgir minna ljós síðdegis og á kvöldin, þegar fólk er búið í vinnu og getur farið út að dunda sér við eitthvað. Er ekki dýrmætara að hafa ljós og hita þegar við erum úti að spila golf, í göngutúr, að grilla... heldur en þegar við erum í vinnunni?

Af fréttinni að dæma er eins og teygist á dagsljósi við það að seinka klukkunni um eina klukkustund. (Talað er um meira ljós á morgnana en ekkert er minnst á seinni part dagsins og kvöldið...)  

Ég vil bend á mjög gott blogg Ómars Ragnarssonar um þetta efni.


mbl.is Vilja seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband