Átta vindar fá mig hvergi hreyft

Su, kínverkst skáld bjó eitt sinn á svæði nærri bústað meistara nokkurs, Foyin. Dag einn þegar Su taldi sig hafa öðlast nokkurn lærdóm skrifaði hann ljóð, og bað fylgarmann sinn að bera það til meistara Foyin svo að hann gæti metið það. Ljóðið var eitthvað á þessan veg:
 
 
Með dýpstu virðingu ég mig beygi
til Bhuddha allra Bhuddah
Hvers ljós lýsir alheiminn
 
Átta vindar fá mig hvergi hrært
því ég sit á hinum gullna lotus.
 
 
Meistari Foyin las ljóðið og að lestri loknum skrifaði hann í einu orði mat sitt.
 
Su beið spenntur eftir mati meistarans og bjóst við hóli. Þegar honum barst það loks opnaði hann blaðið í snatri og las. Það stóð ekkert annað á blaðinu en eitt orð, orðið "prump". Su reiddist þessu ákaflega. Samstundis ruddist hann á fund meistara Foyin. Þegar Su kom á fund Foyin sá hann að Foyin stóð fyrir utan hýbýli sitt og beið eftir honum. Su mælti þá, "við sem erum svo góðir vinir á hinu andlega sviði, það er í góði lagi þú skulir ekki gefa mér hól fyrir ljóðið en hvernig gast þú móðgað mig svona?"
 
Meistarinn sagði þá, fullur sakleysis, "hvernig hef ég móðgað yður?" Án þess að segja orð syndi Su honum orðið "prump". Meistarinn fékk þá hláturskast og sagði; "skrifaðir þú ekki að hinir átta vindar gætu ekki hreyft þig? Hvernig gat ég þá sent þig hingað með einu prumpi?"

Bloggfærslur 22. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband