3.12.2010 | 18:39
Kennsla í fjármálum
Íslendingar hafa því miður lært slæma siði í fjámálum undanfarna áratugi.
Það er betra að eyða en spara.
Það er ekkert að því að skulda mikið.
Ef eitthvað bjátar á, þá reddast það.
Fyrir ekki ýkja löngu var það verðbólgubálið sem sá um að halda þessum hugsunarhætti gangandi. Ef þú áttir einhverja peninga, þá skruppu þeir bara saman og hurfu. Bankainnistæður báru háa neikvæða raunvexti. Betra var að eyða þeim strax, í skemmtanir, utanlandsferðir og nýja bíla. Auðvitað var líka þjóðráð að fjárfesta í steinsteypu.
Núna hefur íslendingum aftur verið kennd þessi lexía en þó með öðrum hætti. Þeir sem spöruðu fyrir útborgun í húsnæði geta nú litið á þann sparnað sem tapað fé. Enginn virðist ætla að leiðrétta það tap sem orðið hefur vegna þess að húsnæðisverð hrundi og að ævisparnaðurinn sem notaður var í útborgunina er nú glataður. Hins vegar er þeim reddað sem spöruðu ekki neitt og tóku 100% lán. Í raun og veru eru það þeir sem ekki voru á sífelldum ferðalögum til útlanda, keyptu ser ekki dýra bíla og stunduðu ekki veitingastaði og skemmtanlíf grimmt að borga brúsann fyrir þá sem gerðu það.
Vonandi skilja allir lærdóminn. Það er betra að eyða en spara. Sóun og sukk er betri en sparnaður og hófsemi. Ef einhver rugludallur heldur öðru fram má benda á reynslu undanfarinna áratuga á Íslandi. Hún sýnir ótvírætt hvor kosturinn er betri.
![]() |
Skuldir færðar niður í 110% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2010 | 01:06
Sárt að heyra.
Ég á varla orð. Ástandið hlýtur að vera hrikalegt ef ekki er hægt að sjá af þessari smá upphæð í vasa þeirra sem hætta lífi sínu í þágu annara. Þegar búið er að taka skatta og gjöld af þessari fjárhæð dugar hún varla fyrir kvöldmat handa einum á góðum veitingastað....
Ég skil ekki hvernig íslendingar hafa efni á að borga 63 þingmönnum laun og seinna eftirlaun, halda stjórnlagaþing, vera með dýran forseta og dýra utanríkissþjónustu en geta ekki borgað sómasamlega heilsugæslu fyrir börn, eða álag handa þeim sem hætta lífi sínu. Er ekki kominn tími til að einhver með dug og heildayfirsýn fari að taka til í þessu?
![]() |
Óheimilt að greiða áhættuálag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)