29.4.2011 | 20:34
Dæmigerður fíflagangur
Meðan margir á Íslandi hafa ekki til hnífs og skeyðar eru Íslendingar ennþá allt of góðir til þess að veita erlendum "auðmönnum" ríkisborgararétt. Er einhver glóra í þessu, þegar Íslendingar hafa samþykkt að veita hverjum sem er frá Evrópu leyfi til að koma til Íslands, búa þar og vinna?
Ef einhver hefur ekki efni á mat á Íslandi, ekki efni á að klæða sig, ekki efni á að fara til tannlæknis, ekki efni á að keyra bíl, og svo framvegis, þá legg ég til að sá hinn sami bugti sig og beygi og þakki stjórnvöldum fyrir greiðann því þau bera svo sannarlega ábyrgð á því ömurlega ástandi sem nú ríkir.
Ég velti því fyrir mér hversu lengi almenningur á Íslandi mun sætta sig við að vera í þrældómi fyrir fólk sem hefur sambönd, vini, stundar pólitík en framleiðir ekkert annað en heitt loft og froðu meðan það leggur stein í götu þeirra sem vilja fjárfesta og byggja upp.
![]() |
Fá ekki ríkisborgararétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)