Undarleg umræða. Eru kínverjar herraþjóð?

Ég lít svo á að rétt sé að krefjast sanngirni og jafnræðis í samskiptum fólks og svokallaðra þjóða. Ef íslendingur má kaupa jörð í kína, þá ætti kínverji að mega kaupa jörð á Íslandi. Mér hefur verið sagt að kínverjar hafi strangar reglur sem banna "útlendingum" að kaupa land á því svæði sem kallast Kína. Meðan svo er tel ég ófært að íslendingar geti heimilað kínverjum að kaupa land á Íslandi. Rétt skal vera rétt og sanngjarnt sanngjarnt. Jafnræðis skal gætt.

Einu rökin sem ég get séð fyrir því að gæta ekki jafnræðis meðal þjóða eru þau að önnur þjóðin sé einhvers konar "herraþjóð" en hin þjóðin undir hana sett. Svo virðist að Ólafur líti á kínverja sem "herraþjóð" yfir íslendingum. Annars myndi hann ekki fagna þessum kaupum...

Ef þú horfir á mynd af jörðinni úr geimnum, hvar eru þá landamærin? Hvergi, þessi landamæri eru eingöngu til í huga fólks. Fjarlægðu þau úr huga þínum og þau hætta að vera til. Á sama hátt eru þessar svokölluðu þjóðir hugarburður. Við eigum öll sameiginlega forfeður sem voru uppi mjög nýlega í jarðsögunni.


mbl.is Ólafur Ragnar skipti um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband