12.6.2012 | 19:21
Jafnrétti stundum, fyrir suma?
Hvort vill fólk jafnrétti kynjanna eða ekki?
"Að sögn Inga tekst ekki að jafna kynjahlutföllin á þennan hátt, því að undanfarin ár hafa stelpur verið 60% nýnema í skólanum"
Er það jafnrétti? Ég sé ekki betur en hallað sé á strákana. Það er margsannað að stúlkur þrokast hraðar en strákar og þess vegna kemur ekki á óvart að:
"Það er erfitt að nefna tiltekna lágmarkseinkunn en við röðum umsækjendum upp og tökum svo efstu 260 inn í skólann. Í þeim hópi eru stelpur í miklum meirihluta, segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans."
Stúlkurnar eru í "miklum meirihluta" þeirra efstu. Ef þessu væru öfugt farið og 60% nýnema væru strákar, hvað myndi þá "móðir stúlku" segja? Húin myndi jú auðvitað láta öllum illum látum og væla og veina um að það þyrfti að vera jafnrétti meðal kynjanna og að skólinn ætti að taka inn 50% stráka og 50% stelpur, alveg óháð einkunnum.
Annað hvort er jafnrétti kynjanna á Íslandi eða ekki. Það er ekkert annað en hræsni að vilja jafnrétti og kynjakvóta en bara þegar það er öðru kyninu í hag. Þegar hallað er á konur með einhverjum hætti þykir alveg sjálfsagt að hafa reglur og kvóta til að vega upp misræmið. Af hverju er það ekki alveg eins sjálfsagt þegar hallað er á karlmenn?
Karlar ættu að standa upp gegn þessu misrétti og heimta að jafn margir strákar fái ingöngu í Versló og stelpur. Ég veit að komur myndu rísa upp ef þessu væri öfugt farið. Getur verið að karlmenn séu að verða annars flokks?
![]() |
Strákum duga lægri einkunnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)