Mestu mistök Íslandssögunnar?

Vonandi verður þetta mál skoðað ofan í kjölinn. Ég fæ ekki betur séð en að sú ákvörðun að selja bankana hafi verið mestu fjármálamistök Íslandssögunnar. Getur einhver bent á stærri? Það þarf að skoða þetta mál mjög vandlega svo að mistök á borð við þessi verði ekki endurtekin. Það þarf líka að skoða hvort einhverjir hafi hagnast óeðlilega á þessum ósköpum.

Mér finnst erfitt að sjá hvort um er að ræða mistök eða hvort einhver glæpsamlegur ásetningur hafi staðið að baki þegar bankarnir voru seldir. Glæpsamlegur í þeim skilningi að einhverjum aðilum hafi verið færð verðmæti sem voru í eigu ríkisins með óeðlilegum hætti. Eftirfarandi spurningar vakna.

1. Voru bankarnir boðnir út til sölu með eðlilegum hætti eða var einhverjum kaupendum gert hærra undir höfði en öðrum? Ef svo er, hver er skýringin?

2. Gerði seljandinn, ríkið ráðstafanir til að tryggja að þeir sem keyptu þessa banka væri aðilar sem hefðu þekkingu, ábyrgð og síðast en ekki síst fjárhagslegt bolmagn til að tryggja öruggan rekstur í framtíðinni?  Ef ekki, af hverju ekki? Ef ekki, hver er ábyrgur?

3. Högnuðust einhverjir óeðlilega á þessu?

4. Af hverju kjósa einhverjir ennþá stjórnmálaflokk sem var við stjórnvölin þegar þessi mistök voru gerð og er enn ekki búinn að gera upp við þessa fortíð? Finnst þeim gott að þjást?


mbl.is Töpuðu 267,2 milljörðum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband