Barnalegur og illa rökstuddur dómur

Rök dómsins eru að þetta sé "ekki svo fámennur hópur"! Væntanlega telur hann að útrýmingarherferð nazista hafi verið í góðu lagi vegna þess að hópurinn sem varð fyrir barðinu á honum var "ekki svo fámennur". Hann telur kannski einnig í góðu lagi að hlunnfara fólk, svo fremi sem hópurinn sem er hlunnfarinn sé ekki fámennur! Þeir sem létu þetta frá sér fara ættu að skammast sín.

Ennfremur: "Þá segir að í dómaframkvæmd hafi löggjafinn verið talinn hafa víðtækt vald til að ákveða hvaða atriði skuli ráða skattlagningu, jafnvel þó slík ákvörðun feli í sér eignaskerðingu". Dómurinn segir þannig í raun og veru að löggjafinn hafi víðtækt vald til að brjóta stjórnarskránna. Hvað er þá því til fyrirstöðu að löggjafinn taki ákvarðanir á borð við að leggja niður embætti forseta Íslands þegar henta þykir, eða að hætta að leita samþykkis forseta við nýjum lögum? samkvæmt þessum furðulega dómi er ekkert því til fyrirstöðu, úr því vald löggjafans er svona "víðtækt".

Hvernig væri að dæma af skynsemi, með góðum rökum? Ég fæ ekki betur séð en að þessi dómur byggist frekar á póltískum skoðunum þeirra sem dæmdu og hugsanlega ótta við afleyðingar þess að dæma samkvæmt því sem stendur skýlaust í stjórnarskránni. Rökin eru svo léleg að enginn getur sagt mér að dómurinn byggist á þeim.

Vonandi tekur hæstiréttur á þessu máli af einhverri skynsemi þegar til kasta hans kemur.

 


mbl.is Heimilt að leggja á auðlegðarskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband