18.11.2013 | 18:25
Endalok frelsis
Notkun á reiðufé er lykill þess að fólk geti gert það sem það vill gera án afskipta annarra, til dæmis yfirvalda og án þess að aðrir hafi upplýsingar um það hvað fólk notaði peninga til að gera. Ef hætt verður að nota reiðufé merkir það endalok friðhelgi einkalífs fólks og endalok frelsis.
Hvers vegna endalok frelsis? Vegna þess að yfirvöld munu það geta með einu einu pennastriki tekið hluta eða alla þá rafrænu peninga sem þau vilja. Þú hefur ekki lengur frelsi til þess að gera neitt án þess að stóri bróðir vita hvað þú varst að gera.
Ef fólk vill vera eins og rottur í búri sem fylgst er með allan sólarhringinn og eigandinn getur refsað eða umbunað þeim að vild, þá ætti fólk að styðja reiðufjárlaust samfélag.
Eftir að hafa búið nokkur ár í Noregi skil ég vel að svona hugmyndir skuli koma þaðan. Þeir eru margir þar sem eru hræddir við að vera sjálfstæðir og vilja vera undur stjórn æðra valds. Þeir óttast líka aðra, sem vilja ekki beygja sig undir þetta vald. Það verður að setja þá alla í hlekki.
![]() |
Vill hætta notkun á reiðufé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)