3.11.2013 | 18:28
Myrtur fyrir "rangar" stjórnmálaskoðanir?
Finnst engum undarlegt að það virðist þykja sjálfsagt að bandaríkjamenn myrði fólk út um allan heim með fjarstýringu? Þessi hafði greinilega rangar stjórnmálskoðanir, var sennilega ekki nógu mikið með kvenréttindum og þar að auki líklega íhaldsamur múslimi. Var þá í lagi að salla hann og nærstadda niður? Hvað ef einhverjum líst ekki á skoðanir fólks sem er í Bandaríkjunum sjálfum? Verður það fólk þá bara drepið?
Sagt er: "Bærinn Dandey Darpakhel er þekktur sem yfirráðasvæði Haqqani-hópsins, sem er talinn standa á bakvið nokkrar af stærstu árásunum sem hafa verið gerðar í Afganistan á undanförnum árum".
Stærstu árasirnar í Afghanistan? Halló. Við skulum hugsa þetta dæmi til enda. Þegar talað er um "stærstu" árasinar í Afghanistan, þá er rætt um þær hér:
http://cursor.org/stories/civilian_deaths.htm
Til dæmis:
"When U.S. warplanes strafed [with AC-130 gunships] the farming village of Chowkar-Karez, 25 miles north of Kandahar on October 22-23rd,killing at least 93 civilians, a Pentagon official said, "the people there are dead because we wanted them dead." The reason? They sympathized with the Taliban1. When asked about the Chowkar incident, Rumsfeld replied, "I cannot deal with that particular village.""
"What causes the documented high level of civilian casualties -- 3,000 - 3,400 civilian deaths -- in the U.S. air war upon Afghanistan? The explanation is the apparent willingness of U.S. military strategists to fire missiles into and drop bombs upon, heavily populated areas of Afghanistan."
Getum við þá búist við að næsta skotmark fyrir þessi drón verði Donald Rumsfeld, og að hann og hans fylgdarlið verði sallað niður í beinni við mikið lófatak hjá Óbama og kó?
![]() |
Lúxus hjá leiðtoga talibana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)