21.11.2014 | 03:54
Stundum þýðir ekkert að vera með rökræður
"Í kjölfarið hringdi eiginmaður Freyju í sérkennarann og sagði að drengurinn myndi mæta í prófið, annað kæmi ekki til greina. Þrátt fyrir að hafa rökrætt við Freyju, svaraði hún eiginmanni hennar á allt öðrum nótum og sagði að drengurinn mætti koma í prófin."
Stundum verður fólk að vita hvað það vill, hver réttur þess er, og vera ekki að rökræða það neitt. Þetta virðist vera dæmi um slikt. Ef ég væri Freyja myndi ég fara fram á fund með menntamálaráðherra og ræða þetta mál. Þessi sérkennari mætti gjarnan mæta þar til að standa fyrir máli sínu. Hann myndi kannski upplifa sig heimskan, en hann verður að bera ábyrgð á gerðum sínum og útskýra þær.
"Svarið sem hún fékk frá sérkennaranum var þetta: Veistu það, ef hann mætir í þessi próf þá mun hann bara upplifa sig heimskan!"
Ég óska foreldrum drengsins til hamingu með þetta, en ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef faðir hans hefði ekki haft bein í nefinu. Hefði drengurinn upp frá þessu verið talinn heimskur og ófær um að þreyta próf? Ég held að heimska þessa sérkennara hefði gjarnan mátt koma í ljós á grunnskólstigi. Þá væri hann vonandi núna í starfi sem hæfði vitsmunum hans betur.
![]() |
Mun upplifa sig heimskan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)