Engan launamismun

Á einu spjaldinu þarna stendur "engan launamismun"? Ég ræ klukkan 4 að morgni, er að allan daginn og veiði 100 fiska. Einhver annar stendur á bryggjunni í klukkutíma og veiðir tvo. Á ég þá að gefa honum 49 fiska svo að það verði enginn launamismunur? Ég held ekki.

Ég var árum saman í fullri vinnu við að læra og fékk ekki krónu í laun. Ég þurfti að borga fyrir að fá að vera í þessari vinnu.  Var ég þá að væla um einhvern launamismun gagnvart þeim sem fengu greitt fyrir vinnuna sína? Mér datt það satt að segja aldrei í hug.


mbl.is Nokkur þúsund manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband