Réttur mæðra?

"Ef kon­an hefði verið sak­felld hefði það getað rutt braut­ina fyr­ir ákæru­valdið til þess að ákæra fleiri kon­ur fyr­ir hluti sem þær gera á meðgöngu."

Ber að skilja þetta þannig að glæpir gegn ófæddum börnum eru svo algengir að ef þessi kona hefði verið sakfelld hefðu allt of margar fylgt í kjölfarið og réttarkerfið hefði ekki ráðið við það? Er það ástæðan fyrir því að hún var ekki ákærð?

"Bar­áttu­menn fyr­ir rétt­ind­um mæðra fagna þó úr­sk­urðinum."

Þeir vilja sem sagt berjast fyrir "rétti" mæðra til að valda börnum sínum ævilöngu tjóni?

Frá mínum bæjardyrum séð hefur kona þessi drygt alvarlegan glæp og það er henni og öðrum fyrir bestu, ekki síst ófæddum börnum, að henni verði refsað fyrir hann. Er eigingirni þeirra sem "berjast fyrir rétti mæðra" virkilega svo mikil að þeir telja mikilvægara að vernda rétt mæðra til að vera á fylleríi en að vernda barnið fyrir því að líf þess sé eyðilagt? Hvers konar skepnur hugsa svona?


mbl.is Drakk átta bjóra og hálfan vodka pela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband