Stundvísi er mikil dyggð

Ég fyllist gleði þegar ég les þessa frétt. Eitt hefur mér löngum fundist mikill löstur í fari íslendinga en það er skortur á stundvísi. Ég vil þakka yfirvöldum fyrir að taka hart á þessum lesti og handtaka þá sem mæta of snemma. Vonandi fer lögreglan um víðan völl og stingur þeim í steininn sem mæta seint eða snemma á þá staði sem þeir eiga að mæta á. Þannig er vonandi hægt að útrýma þessari óstundvísi sem landinn þjáist af.

Ég vona að það mæti skilningi hjá fólki sem verður fyrir líkamsárásum, innbrotum, andlegu ofbeldi og þar fram eftir götunum. Lögreglan hefur engan tíma til a eltast við svoleiðis smotterí. Ef einhver kona í Reykjavík telur sig til dæmis í hættu vegna ofbeldismanns getur hún bara flutt til Þórshafnar eða farið í klaustur einhvers staðar.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/05/07/hann_aetlar_ad_lata_mig_borga/

Það sjá það vonandi allir í hendi sér að þegar þarf fjóra laganna verði til að handtaka eina konu inni á löggustöð, þá er ekki mikilli mannafli eftir til að taka á öðrum, minni málum.


mbl.is Eiginkona Íslendings send úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband