30.5.2014 | 18:22
Furðulegt mál. Hver er úti að aka?
Eigandi bifreiðarinnar var "ekki með í för". Samt er hann dæmdur til að greiða skaðabætur. Hæstiréttur lítur svo á að bílstjórinn, sem var væntanlega með í för, beri meginábyrg á því að of margir farþegar voru í bílnum og að sú sem ók bílnum hafi átt sök á umferðarslysinu. Samt sleppur þessi bílstjóri við refsingu. Farþeginn sem "mátti gera sér grein fyrir hættunni sem skapaðist við það að vera í bílnum án þess að hafa sæti með öryggisbelti" sleppur líka alveg við refsingu fyrir sína yfirsjón.
Spurningin sem vaknar er sú, er hæstiréttur orðinn svona vitlaus, eða hefur þetta skolast eitthvað til hjá fréttamanninum sem skrifaði fréttina. Á góðri íslensku, þá meikar þetta engan sense.Það er líka furðulegt að konan skuli hafa höfðaði mál á hendur bílstjóranum en lögmaður hennar vildi skipta sökinni á milli eiganda bifreiðarinnar og konunnar. Lögmaður konunnar vildi sem sagt klína sökinni á skjólstæðing sinn og eiganda bifreiðarinnar en konan vildi höfða mál á hendur bílstjóranum. Gengur þessi lögmaður ekki alveg heill til skógar?
Ég hélt að lögfræðinám á Íslandi væri frekar strangt og miklar kröfur gerðar til nememenda. Ég er ekki svo viss lengur.
![]() |
Lá í fangi þriggja farþega en fær bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)