Hvað voru yfirvöld og flugfélög að hugsa?

Ég held að stóra spurningin sé, hvers vegna lokuðu ekki alþjóðleg flugyfirvöld þessu svæði, í ljósi þess að allt benti til þess að Úkraínumenn, uppreisnarmenn og Rússar höfðu vopn sem gátu skotið farþegavélar niður?

Mér finnst nóg um allt það "öryggi" sem tengist farþegaflugi. Endalaust "security", úr belti, úr skóm, og svo framvegis, langt umfram það sem hægt er að réttlæta út frá cost/benefit útreikningum. Öllum þessum peningum er eitt í öryggi en síðan er flogið yfir svæði þar sem brjálæðingar eru með vopn sem geta eitt farþegavélum. 

Hvað voru flugfélög að hugsa sem flugu þarna, og hvað voru flugmálayfirvöld að hugsa? Voru þeir allir með nefið ofan í farangri saklauss fólks og sáu þar af leiðandi ekki hið augljósa?

Mér hefur reyndar alltaf fundist þetta yfirdrifna security á flugvöllum fara langt út fyrir öll skynsemismörk. Kannski er kominn tími til að nýta þessa fjármuni betur og stuðla þannig að raunverulegu öryggi.

 

http://www.kyivpost.com/content/ukraine/separatists-admit-downing-a-civilian-plane-in-tapped-conversation-full-transcript-356545.html

"They say on TV it’s AN-26 transport plane, but they say it’s written Malaysia Airlines on the plane. What was it doing on Ukraine’s territory?

Nikolay Kozitsin: That means they were carrying spies. They shouldn’t be f…cking flying. There is a war going on."

 

 Sem sagt, þeir hefðu ekki átt að vera að fljúga þarna.

 


mbl.is 298 um borð - 173 Hollendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband