Ennþá gerast undur og stórmerki

"jeppa­bif­reið ók"

Kraftaverkin gerast enn. Bifreiðar aka sjálfkrafa. Ég átti eitt sinn forláta bíl sem ég lagði neðan til í brekku. Svo illa vildi til að kona nokkur fór úr bíl sínum ofan til í brekkunni og gleymdi að setja bílinn í gír og handbremsu. Bíllin ók því næst af stað, mannlaus, beint á minn bíl.

Bíllinn sem hér um ræðir ók á hús. Gott og vel. Fréttin fer samt að verða furðuleg þegar farið er að tala um að ekki leiki grunir á því að bifreiðin hafi verið undir áhrifum vímuefna. Ég gruna hana samt sterklega um að hafa verið að þefa af bensíni. 


mbl.is Jeppabifreið ók á íbúðarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband