Heilbrigð skynsemi og heiðarleiki

Er ekki hægt að ætlast til þess að þeir sem setja í ráðherrastóli búi yfir heilbrigðri skynsemi og heiðarleika? Væri ekki nær að viðurkenna það sem hefur farið aflaga og annað hvort segja af sér eða lofa bót og betrun?

„Ég er auðvitað líka í þeirri stöðu, og stjórn­kerfið allt, og fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóri líka, að um svona hluti, þ.e. kæru á ráðuneyti og ráðherra eru eng­ar verklags­regl­ur til. "

Hvernig væri einfaldlega að haga sér eins og heiðarleg manneskja með heilbrigða skynsemi? Ef hún þarf verklagsreglur um allt ætti hún að snúa sér að öðru, einfaldara starfi.

Hvað finnst mér? Ráðherra sem hefur skipt sér af störfum lögreglu með þeim hætti sem þessi hefur gert er ekki hæfur til að vera ráðherra og ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér.

 

Dæmi erlendis frá:

 

"National MP Maurice Williamson says he was just doing his job when he called police regarding a domestic violence complaint against a Chinese businessman who had given $22,000 to the National Party.

Despite resigning as a minister, Williamson plans to remain an MP and run for the Pakuranga electorate in the September general election.

This morning Prime Minister John Key accepted Williamson's resignation, saying the call to police crossed the line.

The Green Party was unhappy, saying when it came to National the line between having money and having political influence was blurred.

Williamson said when he called police about Liu in January he thought he made it "crystal clear" he was not trying to interfere with the investigation.

It was now clear it was an "error of judgment" and the call could be interpreted as trying to influence the investigation, regardless of what was said."

http://www.stuff.co.nz/national/politics/9996560/Maurice-Williamson-resigns-over-police-call

 

Auðvitað sagði hann af sér. Þetta var bara eitt símtal...

 

Í þessu tilfelli:

"Fram kem­ur að lög­reglu­stjór­inn hafi átt í vand­ræðum vegna margra spurn­inga sem hon­um hafi borist frá ráðherra. Sum­ar hafi verið þess eðlis að hann hafi þurft að afla upp­lýs­inga um rann­sókn­ina. Þess vegna hafi hann haft sam­band við rík­is­sak­sókn­ara og gert hon­um grein fyr­ir því að hann hafi fengið sím­tal frá ráðherra, „þar sem hún var að gera at­huga­semd­ir við ýmsa þætti í rann­sókn­inni og spyrja marg­vís­legra spurn­inga og teldi að rann­sókn­in væri of ít­ar­leg og óskaði eft­ir upp­lýs­ing­um um meðferð trúnaðar­gagna og annað í þeim dúr.“"

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/08/26/erud_thid_ekki_ad_ganga_of_langt/


mbl.is „Ég hef ekki gert neitt rangt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband