25.9.2014 | 19:10
Skýlaust brot á stjórnarskrá
Skattur af þessu tagi er ólöglegur.
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html
72. gr. [Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Hvað skyldu miklar eignir hafa verið gerðar upptækar í síðustu auðlegðarskatts lotu? Hvað þarf að gerast til að dómstólar virki með skilvirkum hætti og fari eftir lögum og reglum? Þeir sem brjóta lög eiga að fá refsingu og brotaþolar eiga að fá bætur, "fullt verð fyrir".
Auðvitað skipta lög og reglur engu máli í bananalýðveldum, eins og dæmin sanna. Þeir sem vilja stela gera það bara og enginn þorir að gera neitt.
Hvaða máli skiptir stjórnarskrá sem enginn fer eftir? Engu máli.
![]() |
Auðlegðarskattur til byggingar spítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2014 | 04:04
Drepa 40 á dag
Í ríki nokkru er 40 myrtir að meðaltali á degi hverjum og 232 nauðgað. Þessu landi er stjórnað af illvígum hópi hauka sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Þeir hafa eilíf stríð út um allan heim og láta sig ekki muna um að drepa milljónir hér og þar. Þeir hafa ýmsar "lame excuses" fyrir þessu framferði sínu en þeir virðast hafa það að markmiði að mala gull fyrir vopna/dráps iðnað sinn og draga athygli frá ömurlegu ástandi í heimalandinu.
Vonandi taka einhver góðviljuð ríki sig saman og gera "regime change" í þessu landi svo að þessum drápum, nauðgunum og stríðum linni.
Alsír hlýtur að vera mikið friðelskandi ríki þar sem lög og regla eru í hávegum höfð, úr því að það er svona mikil frétt þegar einn er myrtur. Ég sé venjulega ekkert í blöðunum um þessa 40 sem eru drepnir í USA eða þessa 232 sem hefur er nauðgað á hverjum degi. Það þykir líklega ekkert fréttnæmt.
http://en.wikipedia.org/wiki/Crime_in_the_United_States
![]() |
Hálshjuggu franskan ferðamann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)