Welcome to the real world

"Það er ekki eðli­legt að um­sækj­end­ur að starfi séu metn­ir vegna kyns eða út­lits um­fram raun­veru­legr­ar getu til að sinna því starfi sem sótt er um"

Það er víst eðlilegt og það fer algerlega eftir því starfi sem um er að ræða. Ef ég er til dæmis að selja einhverja vöru, þá myndi ég ekki velja sölufólk án tillits til kyns eða útlits. Sumar vörur er auðveldast að selja ef sætir strákar eru sölumenn en aðrar eru léttari í sölu ef sætar stelpur selja þær. Svona er þetta bara, hvort sem fólki líkar það betur eða verr.

Þetta er staðreynd og það er einfaldlega barnaskapur og fíflaganur að reyna að halda öðru fram. Konur gera suma hluti betur en karlar og öfugt. "Vive la defference"!


mbl.is Áhyggjur af kynjuðum útlitsstöðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kleppsvinna

Þetta minnir á geðveikrahæli þar sem sjúklingarnir fengu þá vinnu að færa sand fram og tilbaka milli staða. Þegar einhver þeirra sá að þetta var fullkomlega tilgangslaust var hann útskrifaður, enda nú talinn heill á geði.

Er ekki kominn tími til að hætta þessari sturlun? Ef ég ætti heima í Vestmannaeyjum myndi ég helst vilja að þessari viltleisu væri hætt. Í staðinn væri stofnaður sjóður og greitt í hann jafn miklum peningum og núna er eytt í að moka sandi. Síðan yrði þessum peningum skipt jafnt niður á eyjamenn og þeir fengju greitt úr sjóðnum einu sinni á ári. 

Þetta yrði ágætis skaðabót fyrir lélegar samgöngur og sá stjórnmálamaður sem kæmi þessi kerfi á gæti kannski notað það til að kaupa eitthvað af atkvæðum.


mbl.is Höfnin er „stútfull af sandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband