Til hamingju, Malín

Mig langar til að óska Malín til hamingju með það að komast út úr þessum söfnuði og að segja frá reynslu sinni. Vonandi kemur hún upplýsingum til yfirvalda um þá sem tilheyra söfnuðinum og hafa gerst brotlegir við lög svo að hægt verði að refsa þeim á viðeigandi hátt. Ef einhverjir aðrir vita af glæpsamlegu athæfi gangnvart börnum ættu þeir að hafa samband við lögreglu strax. Þeir sem gera það ekki bera þunga ábyrgð.

"Þeir brugðust ókvæða við og sögðu að ég skyldi treysta á söfnuðinn og Guð." Þeir sem brjóta á börnum og blanda síðan Guði í málið eru ljótu kvikindin. Ef einhverjir eiga eftir að brenna í helvíti, þá eru það þeir sem með ásetningi og kerfisbundið níðast á öðrum og þykjast svo vera heilagur Guðs menn. Það er ekki hægt að komast mikið neðar.


mbl.is Malín Brand um lífið í Vottum Jehóva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband